« 6. október |
■ 7. október 2012 |
» 8. október |
Odd Nerdrum snýst til varnar gegn norskum skattayfirvöldum - ný gögn í málinu styrkja málstað hans
Odd Nerdrum (68 ára), listmálari í Noregi sem er bæði norskur og íslenskur ríkisborgari, hefur aflað nýrra skjala um skattaskil sín með aðstoð Dagbladets í Osló. Blaðið birti 10 síðna úttekt um nýju gögnin og málaferlin gegn honum á dögunum. Skjölin eru talin leiða í ljós að Nerdrum hafi verið rangindum beittur.
David Cameron: Segi hiklaust nei við slæmum ESB-fjárlögum - boðar tvenn ESB-fjárlög
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn nýjum fjárlögum ESB telji hann það „nauðsynlegt“. Viðræður um fjárlög ESB fyrir árabilið 2014 til 2020 eru að hefjast. Þetta kom fram í samtali Camerons við Andrew Marr í BBC sunnudaginn 7. október og þar gaf hann ei...
Leyniþjónustur Norðmanna og Dana segja stórauknar njósnir á Norðurslóðum
Leyniþjónustur Norðmanna og Dana verða varar við stóraukna njósnastarfsemi á norðurslóðum. Jakob Scharf, forstöðumaður PET, dönsku leyniþjónustunnar sagði Berlingske Tidende að um verulega aukningu njósnastarfsemi væri að ræða á norðurslóðum og Martin Bernsen frá PST, norsku leyniþjónustunni segir við Aftenposten, að hann geti staðfest þetta mat dönsku leyniþjónustunnar.
Madrid: Nokkur þúsund gengu um götur í gær og mótmæltu
Nokkur þúsund manna gengu um miðborg Madrid í gær til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum, sem fólkið sagði mundu leiða til niðurskurðar á heilbrigðisþjónustu og einkavæðingu opinberrar þjónustu. New York Times segir að margir í hópi mótmælenda hafi verið opinberir starfsmenn, sem standi frammi fyrir frystingu launa á næsta ári.
Moody´s: Portúgal þarf aðstoð lengur en ætlað var
Bandaríska lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s, telur að Portúgal verði að gera ráð fyrir lengri tíma en þremur árum til þess að koma lánaskilmálum vegna neyðarlánsins til Portúgal í framkvæmd. Því veldur veik staða efnahagslífsins og mikil andstaða heima fyrir við aðhaldsaðgerðir. Moody´s telur skv.
Bretland: Verkamannaflokkur með 11 prósentustiga forskot á Íhaldsflokk
Ný skoðanakönnun brezka sunnudagsblaðsins The Observer, sýnir að um 31% kjósenda hyggjast nú kjósa Verkamannaflokkinn en 20% Íhaldsflokkinn og 9% Frjálslynda. Þar með er munurinn á Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum kominn í 11 prósentustig. Þessi könnun er birt sama dag og landsþing Íhaldsflokksins hefst í Birmingham.
Við upphaf fimmta kjörtímabils síns fer Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, enn einu sinnu til Ohio-ríkisháskólans og flytur þar dómsdagsræðu um að hann og kínverskir leiðtogar hafi tekið frumkvæði í loftslagsmálum og nú verði leiðtogar annarra ríkja að sýna hvað í þeim búi með því að sigla í kjölfarið. Þeir hafi ekki neina afsökun lengur til að halda að sér höndum.
Árni Páll verður að hefja pólitíska stórsókn-ella verður hann stöðvaður af
Átökin, sem eru framundan á milli Katrínar Júlíusdóttur og Árna Páls Árnasonar í Suðvesturkjördæmi snúast í raun um pólitiska framtíð Árna Páls. Tapi hann kosningunni verða möguleikar hans í formannskjöri nánast engir og þar með hverfa líka tækifæri hans á að endurheimta ráðherrastól.