Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 21. nóvember 2012

«
20. nóvember

21. nóvember 2012
»
22. nóvember
Fréttir

Frakkland: Hægrimenn deila - Fillon krefst endurtalningar í formannskjöri

Stuðningsmenn François Fillons, fyrrverandi forsætis­ráðherra Frakklands, krefjast endurtalningar á atkvæðum í nýlegu formannskjöri innan UMP-flokksins, mið-hægri­flokks Frakklands, þar sem Fillon laut í lægra haldi fyrir Jean-François Copé, framkvæmda­stjóra UMP. Aðeins 98 atkvæði skildu á milli kepp...

Seðlabanka­stjóri Spánar segir að markmið í ríkisfjármálum náist ekki

Spænskir sér­fræðingar í efnahagsmálum telja að mjög litlar líkur séu á að efnahagur Spánar batni á næstunni. Seðlabanki Spánar hefur nú birt viðvörun um að ekki verði unnt að standa við sett markmið í ríkisfjámálum, hallinn á ríkis­sjóði verði meiri en að var stefnt.

ESB-þingið samþykkir Tonio Borg sem heilbrigðismála­stjóra ESB

Tonio Borg, fráfarandi utanríkis­ráðherra Möltu, hefur verið til­nefndur heilbrigðismála­stjóri ESB. Greidd voru atkvæði um tilnefninguna á ESB-þinginu miðvikudaginn 21. nóvember og hlaut Borg stuðning 368 þingmanna gegn atkvæðum 281 sem var móti honum. ESB-þingið sagði í tilkynningu að ráðherraráð E...

Makríldeilan: Íslensk stjórnvöld sökuð um að skapa úlfúð milli sveitar­félaga á Bretlandseyjum

Forystumenn í skoskum fiskiðnaði lýsa áhyggjum yfir því að ríkis­stjórn Íslanda hafi gripið til „ódýrra áróðursbragðra“ til að skapa sundrungu meðal sveitar­stjórna á Bretlandseyjum. Á vefsíðunni STV Local segir að með þessu reyni Íslendingar í örvæntingu að réttlæta „mikla ofveiði“ á makríl.

Grikkland: Reiði meðal almennings-ríkis­stjórnin auðmýkt segir stjórnar­andstaðan

Grikkir hafa brugðizt reiðir við því að ekki náðist samkomulag á fundi Evruhópsins, AGS og SE í Brussel í gær um að borga út umsamið lán til þeirra. Antonis Samaras, forsætis­ráðherra, segir að Grikkir hafi staðið við sitt og gert það, sem krafizt hafi verið af þeim. Tæknileg atriði réttlæti ekki frekari tafir á útgreiðslu lánsins.

ESB-fjárlög: Forseti leiðtogaráðsins leitar sátta til að bjarga leiðtogafundi

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 20. nóvember að hann mundi leggja fram nýjar tillögur um 1000 milljarða veru fjárlög ESB 2014 til 2020 í von um að árangur náist að sérstökum fundi leiðtogaráðsins 22. og 23. nóvember þar sem ætlunin er að leita samkomulags um efni lang...

Brussel: Ekkert samkomulag um útborgun lána til Grikklands

Ekkert samkomulag náðist á nær 12 klukkustunda fundi fjármála­ráðherra evruríkjanna og fulltrúa AGS og Seðlabanka Evrópu í gær um að greiða út lán til Grikklands, sem deilur hafa staðið um mánuðum saman.

Leiðarar

Svona vinnur ESB

Það er gagnlegt fyrir áhugamenn um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu að kynna sér vel meðferð Evrópu­sambandsins á Grikkjum. Nær allt þetta ár hefur staðið yfir samningaþóf um frekari aðstoð við Grikkland. Aftur og aftur hafa lánardrottnar Grikkja komið og sagt við grísk stjórnvöld: Þið eruð ekki að gera nóg af ykkar hálfu. Þið verðið að gera betur.

Í pottinum

Hvað hyggjast Framsóknar­flokkur og Björt framtíð fyrir?

Það fer ekki á milli mála, að markmið núverandi stjórnar­flokka, Samfylkingar og Vinstri grænna er að endurnýja núverandi stjórnar­samstarf með þriðja aðila að loknum þingkosningum næsta vor, annað hvort með Framsóknar­flokki eða Bjartri framtíð. Í þessu ljósi er mikilvægt að hugsanlegir kjósendur Framsóknar­flokks og Bjartrar framtíðar viti að hverju þeir gangi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS