Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Föstudagurinn 28. desember 2012

«
27. desember

28. desember 2012
»
29. desember
Fréttir

Þýsk dagblöð eiga undir högg að sækja - brotthvarfi spáð og öflugum vikublöðum

Þýsk dagblöð glíma við fjárhagserfiðleika. Nokkur hafa horfið af markaðnum, nú nýlega Frankfurter Rundschau sem er á barmi gjaldþrots og Financial Times Deutschland sem er horfið af markaðnum. Þá er talið að hið virðulega blað í Bæjaralandi Süddeutsche Zeitung muni grípa til róttækra sparnaðaraðgerða.

Jacques Delors: Bretar geta sagt skilið við ESB og til dæmis gerst aðilar að evrópsku efnahags­svæði - er ósammála Herman Van Rompuy

„Bretar geta sagt skilið við Evrópu­sambandið og tekið upp annars konar samskipti við ríkin sem vinna þar saman að efnahagsmálum og stjórnmálum,“ sagði Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmda­stjórnar ESB við þýska Handelsblatt föstudaginn 28. desember. „Geti Bretar ekki stutt þróunina í átt t...

Frakkland: Fögnuður yfir samningi um smíði risaskips fyrir Bandaríkjamenn

Bandaríska skipa­fyrirtækið Royal Caribbean International hefur gert samning um smíði risa-skemmtiferðaskips við STX France.

Ítalía: Berlusconi líkir efnahags­stefnu Montis við blóðtöku miðalda

Silvio Berlusconi notaði hálftíma viðtal, sem honum var veitt í ítalska ríkissjónvarpinu til að ráðast á Mario Monti, fráfarandi forsætis­ráðherra Ítalíu og sagði að hann skildi ekkert um efnahagsmál Ítalíu og að hann hefð rekið aðhalds­stefnu, sem líka mætti vð blóðtöku miðalda þegar sjúkt fólk fékk slíka læknismeðferð.

Van Rompuy: Viðleitni Breta til að endurheimta völd getur valdið miklu tjóni á ESB

Herman van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB segir að tilraun David Cameron, forsætis­ráðherra Breta til að ná aftur til sín einhverjum hluta þeirra valda, sem farið hafi til Brussel geti skaðað Evrópu­sambandið, orðið til þess að það splundrist og valdið miklu tjóni á hinum sameiginlega markaði.

Össur ákveður flutning sendiherra innan utanríkis­þjónustunnar

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra hefur tekið ákvarðanir um flutninga sendiherra milli starfsstöðva utanríkis­þjónustunnar á árinu 2013. Í því sem hér birtist er aðeins litið til þeirra sem starfa innan utanríkis­þjónustunnar. Flogið hefur fyrir að Ásta Ragnheiður Jóhannes­dóttir, forseti Alþingis...

Leiðarar

Hvort á orðið „sameiginlegur“ að vera úti eða inni?

Þýzka tímaritið Der Spiegel, hefur lagt mikla vinnu í að setja saman upplýsingar um hvað raunverulega gerðist á síðasta leiðtogafundi Evrópu­sambandsins og það er býsna athyglisverð lesning, sem vekur óneitanlega spurningar um hvaða tilgangi það þjónar fyrir smáþjóðir að taka þátt í slíku samstarfi.

Í pottinum

Samfylkingin ætti að efna til kappræðufunda með Árna Páli og Guðbjarti

Umræður um atkvæðisrétt í formannskjöri innan einstakra aðildar­félaga Samfylkingar­innar eru áhugaverðar en mestu skiptir þó að þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson, frambjóðendur til formannskjör geri grein fyrir stefnumálum sínum og grundvallar­sjónarmiðum um þróun íslenzks sam­félags.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS