« 27. desember |
■ 28. desember 2012 |
» 29. desember |
Þýsk dagblöð eiga undir högg að sækja - brotthvarfi spáð og öflugum vikublöðum
Þýsk dagblöð glíma við fjárhagserfiðleika. Nokkur hafa horfið af markaðnum, nú nýlega Frankfurter Rundschau sem er á barmi gjaldþrots og Financial Times Deutschland sem er horfið af markaðnum. Þá er talið að hið virðulega blað í Bæjaralandi Süddeutsche Zeitung muni grípa til róttækra sparnaðaraðgerða.
„Bretar geta sagt skilið við Evrópusambandið og tekið upp annars konar samskipti við ríkin sem vinna þar saman að efnahagsmálum og stjórnmálum,“ sagði Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB við þýska Handelsblatt föstudaginn 28. desember. „Geti Bretar ekki stutt þróunina í átt t...
Frakkland: Fögnuður yfir samningi um smíði risaskips fyrir Bandaríkjamenn
Bandaríska skipafyrirtækið Royal Caribbean International hefur gert samning um smíði risa-skemmtiferðaskips við STX France.
Ítalía: Berlusconi líkir efnahagsstefnu Montis við blóðtöku miðalda
Silvio Berlusconi notaði hálftíma viðtal, sem honum var veitt í ítalska ríkissjónvarpinu til að ráðast á Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu og sagði að hann skildi ekkert um efnahagsmál Ítalíu og að hann hefð rekið aðhaldsstefnu, sem líka mætti vð blóðtöku miðalda þegar sjúkt fólk fékk slíka læknismeðferð.
Van Rompuy: Viðleitni Breta til að endurheimta völd getur valdið miklu tjóni á ESB
Herman van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB segir að tilraun David Cameron, forsætisráðherra Breta til að ná aftur til sín einhverjum hluta þeirra valda, sem farið hafi til Brussel geti skaðað Evrópusambandið, orðið til þess að það splundrist og valdið miklu tjóni á hinum sameiginlega markaði.
Össur ákveður flutning sendiherra innan utanríkisþjónustunnar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur tekið ákvarðanir um flutninga sendiherra milli starfsstöðva utanríkisþjónustunnar á árinu 2013. Í því sem hér birtist er aðeins litið til þeirra sem starfa innan utanríkisþjónustunnar. Flogið hefur fyrir að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis...
Hvort á orðið „sameiginlegur“ að vera úti eða inni?
Þýzka tímaritið Der Spiegel, hefur lagt mikla vinnu í að setja saman upplýsingar um hvað raunverulega gerðist á síðasta leiðtogafundi Evrópusambandsins og það er býsna athyglisverð lesning, sem vekur óneitanlega spurningar um hvaða tilgangi það þjónar fyrir smáþjóðir að taka þátt í slíku samstarfi.
Samfylkingin ætti að efna til kappræðufunda með Árna Páli og Guðbjarti
Umræður um atkvæðisrétt í formannskjöri innan einstakra aðildarfélaga Samfylkingarinnar eru áhugaverðar en mestu skiptir þó að þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson, frambjóðendur til formannskjör geri grein fyrir stefnumálum sínum og grundvallarsjónarmiðum um þróun íslenzks samfélags.