« 28. desember |
■ 29. desember 2012 |
» 30. desember |
Finnar vilja vita um afskipti franskra stjórnvalda af gerð skipasmíðasamnings
Hinn sögulegi samningur Royal Caribbean International við STX France skipasmíðastöðina í Frakklandi um smíði á risastóru skemmtiferðaskipi hefur vakið spurningar í Finnlandi um hlutdeild franska ríkisins og hvort hún samrýmist ESB-reglum.
Stjórnlagaráð Frakklands hefur lýst lög um 75% hátekjuskatt ógild. Lögin voru meðal helstu baráttumála François Hollandes Frakklands og sósíalistaflokks hans. Í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í maí 2012 og þingkosningarnar í júní 2012 hétu sósíalistar að leggja 75% skatt á þá sem hefðu meira en 1 milljón evra í árslaun.
Ríkisfjármálasamningur ESB tekur gildi 1. janúar 2013
Ríkisfjármálasamningur ESB gengur í gildi þriðjudaginn 1. janúar 2013. Markmið samningsins sem ritað var undir 25. mars 2012 af leiðtogum 27 ESB-ríkja er að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum og útiloka þannig evru-skuldakreppur til frambúðar. Í samningnum er gert ráð fyrir að aðildarríki hans setji...
Ítalía: Mario Monti tekur af skarið-leiðir miðjubandalag
Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, lýsti sig í gærkvöldi tilbúinn til að leiða miðjubandalag í þingkosningunum á Ítalíu í febrúar. Þessa yfirlýsingu gaf Monti eftir fjögurra klukkustunda fund með leiðtogum flokkanna. Meðal þeirra sem styðja Monti er dagblað, sem Páfagarður gefur út.
Delors, sérlausnir Breta og EES
Á ensku tala menn um „founding fathers“ meðal annars þegar rætt um bandarísku stjórnarskrána, það er þá sem sömdu hana og lögð grunn að Bandaríkjunum og stjórnkerfi þeirra fyrir meira en 200 árum.
Svavar Gestsson boðar já-já-nei-nei stefnu VG í ESB-málum
Svavar Gestsson er yfirleitt skýrmæltur en það var dálítið erfitt að skilja hvað hann var að fara í fréttum RÚV í gærkvöldi, þar sem þeir sátu fyrir svörum um stjórnmálaástandið hann og Þorsteinn Pálsson. Þeir voru innilega sammála um að ljúka bæri aðildarviðræðum við Evrópusambandið en undir lokin tók Svavar fram, að Samfylkingin væri eini flokkurinn, sem vildi aðild að Evrópusambandinu.