Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Laugardagurinn 29. desember 2012

«
28. desember

29. desember 2012
»
30. desember
Fréttir

Finnar vilja vita um afskipti franskra stjórnvalda af gerð skipasmíðasamnings

Hinn sögulegi samningur Royal Caribbean International við STX France skipasmíðastöðina í Frakklandi um smíði á risastóru skemmtiferðaskipi hefur vakið spurningar í Finnlandi um hlut­deild franska ríkisins og hvort hún samrýmist ESB-reglum.

Frakkland: Stjórnlagaráð hafnar 75% hátekjuskatti franskra sósíalista - segir hann brjóta gegn jafnræði meðal skattgreiðenda

Stjórnlagaráð Frakklands hefur lýst lög um 75% hátekjuskatt ógild. Lögin voru meðal helstu baráttumála François Hollandes Frakklands og sósíalista­flokks hans. Í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í maí 2012 og þingkosningarnar í júní 2012 hétu sósíalistar að leggja 75% skatt á þá sem hefðu meira en 1 milljón evra í árslaun.

Ríkisfjármálasamningur ESB tekur gildi 1. janúar 2013

Ríkisfjármálasamningur ESB gengur í gildi þriðjudaginn 1. janúar 2013. Markmið samningsins sem ritað var undir 25. mars 2012 af leiðtogum 27 ESB-ríkja er að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum og útiloka þannig evru-skuldakreppur til frambúðar. Í samningnum er gert ráð fyrir að aðildarríki hans setji...

Ítalía: Mario Monti tekur af skarið-leiðir miðjubandalag

Mario Monti, fráfarandi forsætis­ráðherra Ítalíu, lýsti sig í gærkvöldi tilbúinn til að leiða miðjubandalag í þingkosningunum á Ítalíu í febrúar. Þessa yfirlýsingu gaf Monti eftir fjögurra klukkustunda fund með leiðtogum flokkanna. Meðal þeirra sem styðja Monti er dagblað, sem Páfagarður gefur út.

Leiðarar

Delors, sérlausnir Breta og EES

Á ensku tala menn um „founding fathers“ meðal annars þegar rætt um bandarísku stjórnar­skrána, það er þá sem sömdu hana og lögð grunn að Bandaríkjunum og stjórnkerfi þeirra fyrir meira en 200 árum.

Í pottinum

Svavar Gestsson boðar já-já-nei-nei stefnu VG í ESB-málum

Svavar Gestsson er yfirleitt skýrmæltur en það var dálítið erfitt að skilja hvað hann var að fara í fréttum RÚV í gærkvöldi, þar sem þeir sátu fyrir svörum um stjórnmálaástandið hann og Þorsteinn Pálsson. Þeir voru innilega sammála um að ljúka bæri aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið en undir lokin tók Svavar fram, að Samfylkingin væri eini flokkurinn, sem vildi aðild að Evrópu­sambandinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS