Miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Föstudagurinn 22. mars 2013

«
21. mars

22. mars 2013
»
23. mars
Fréttir

Kýpur: Þingið tekið til við að samþykkja átta liða björgunar­áætlun - 15% gjaldtaka af 100.000 evru innistæðum á dagskrá

Þing Kýpur samþykkti föstudagskvöldið 22. mars fyrstu þrjá liði í átta liða áætlun sem ríkis­stjórnin hefur samið til að koma til móts skilyrði fyrir neyðarláni – frestur Kýpverja til að svara Seðlabanka Evrópu rennur út mánudaginn 25. mars. Evru-ráðherrahópurinn kemur saman sunnudaginn 24. mars. Ein...

Kýpur: Banka­stjórar, bankastarfsmenn, viðskiptaráð og samtök atvinnulífsins krefjast þess að tillaga evru-ráðherrahópsins verði samþykkt

Stjórnendur tveggja stærstu banka Kýpur, Bank of Cyprus og Laiki Bank, hvöttu ríkis­stjórn landsins síðdegis föstudaginn 22. mars til að samþykkja upphaflegu tillöguna að samkomulagi við neyðarlánveitendur landsins um gjaldtöku af bankainnistæðum, tillöguna sem þingmenn felldu einum rómi þriðjudaginn...

ESB-þingmenn: Olaf, eftirlits­stofnun ESB, sökuð um yfirhylmingu og ólöglegar hleranir

Olaf, eftirlits­stofnun ESB, er sökuð um að hvetja lykilvitni „Dalligate-málinu“ til að segja ósatt og um að hafa hlerað síma fólks án leyfis dómara.

Angela Merkel: Kýpverjar mega ekki reyna um of á þolinmæði okkar

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur gefið til kynna að þolinmæði samstarfsþjóða Kýpverja á evru-svæðinu séu takmörk sett.

Paul Krugman: Kýpverjar munu að lokum fara svipaða leið og Íslendingar - málamyndaaðgerðir verða þeim dýrkeyptar

Paul Krugman, Nóbelsverðlauna­hafi í hagfræði og dálkahöfundur í The New York Times (NYT), fjallar föstudaginn 22. mars um fjármálavanda Kýpur í dálki sínum. Þar hafi leyni-bankastarfsemi á gulleyju splundrast og enginn viti hvernig við skuli brugðist. Krugman ber saman ástandið á Íslandi og Kýpur. H...

ING: Byssu haldið við höfuð Kýpur og hótað að skjóta

Aðalahag­fræðingur ING, hollenzks fjármála­fyrirtækis, Carston Brezki, segir í samtali við euobserver að úrslitakostir Seðlabanka Evrópu gagnvart Kýpur (sem eru þeir að neita bönkum þar um lausafjáraðstoð) megi líkja við að byssu sé haldið við höfuð Kýpverja og hótað að skjóta. Hann lýsir hins vegar efasemdum um að SE muni standa við þessa hótun.

Moskva: Sérstök stjórnar­skrifstofa opnuð til að hafa umsjón með Norðaustur-siglingaleiðinni

Opnuð hefur verið sérstök stjórnar­skrifstofa í Moskvu með 15 starfsmönnum til þess að hafa umsjón með siglingum um Norðaustur-siglingaleiðina af hálfu Rússa. Þetta er gert á grundvelli tilskipunar, sem Medvedev, forsætis­ráðherra undirritaði í þessari viku og sagt er frá á Barents Observer. Á síðasta ári fóru 46 skip um þessa leið og fluttu 1,3 milljónir tonna af farmi.

Schauble: Lánardrottnar banka á Kýpur verða að taka á sig kostnað-skattgreiðendur á evru­svæðinu gera það ekki einir

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands, segir í viðtali við grískt dagblað, Ta Nea, að lánardrottnar grískra banka verði að taka á sig hluta af kostnað við björgun kýpversku bankanna.

ESB setur Kýpur úrslitakosti: Samkomulag fyrir mánudag eða hrun fjármálakerfis

Evrópu­sambandið hefur sett Kýpur eins konar úrslitakosti að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lýðveldið verði að leggja fram trúverðuga leið til þess að afla þess fjár, sem skattlagning innistæðna í kýpverskum bönkum átti að tryggja eða horfast í augu við hrun fjármálakerfis eyjunnar, sem gæti endað með brottför Kýpur af evru­svæðinu.

Nýr vefmiðill: Nei við ESB hefur göngu sína

Útgáfa er hafin á vefmiðli, sem nefnist Nei við ESB (www.neiesb.is) sem að standa nokkur samtök, „sem telja það ekki þjóna hagsmunum Ísledninga að Ísland gerist aðili að ESB“ eins og segir í kynningu á vefsíðunni. Þar segir ennfremur: "Á vefnum verður að finna upplýsingar um Evrópu­sambandið, mále...

Leiðarar

Hvað getum við lært af reynslu Kýpverja?

Hver svo sem niðurstaðan verður í þeim átökum, sem nú standa yfir á milli Kýpur og annarra aðildarríkja Evrópu­sambandsins og þá sérstaklega evruríkjanna hefur tvennt gerzt, sem vert er fyrir smáþjóð eins og okkur Íslendinga, sem illu heilli hefur sótt um aðild að ESB að gefa gaum. Í fyrsta lagi er ljóst að aðild að evrunni hefur ekki reynzt nein vörn fyrir Kýpur.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS