Ríkisstjórn Rússlands bætir reikningseigendum á Kýpur ekki tapið
Ríkisstjórn Rússlands segir að hún muni ekki bæta rússneskum reikningseigendum á Kýpur tapið sem þeir verða fyrir vegna eignaupptöku í bönkum landsins.
Kýpur: Erkibiskupinn krefst afsagnar fjármálaráðherra og seðlabankastjóra
Chrysostomos II, erkibiskup á Kýpur sagði í gær, að Michalis Sarris, fjármálaráðherra og Panicos Demetriades, bankastjóri Seðlabanka Kýpur ættu að segja af sér eftir að hafa leyft ESB/AFS/SE að eyðileggja bankakerfi landsins. Erkibiskupinn hafði áður lýst þeirri skoðun, að Kýpur ætti að yfirgefa evrusvæðið.
Ungt fólk yfirgefur Spán í stórum stíl-280 þúsund á síðasta ári
Ungt fólk er að yfirgefa Spán í stórum stíl að því er fram kemur á Deutsche-Welle í dag. Á síðasta ári fóru 280 þúsund ungmenni til annarra landa í von um að finna vinnu, bæði til Þýzkalands, Bretlands, Argentínu og Venezúela. Staðan hjá þessu unga fólki er svipuð. Þau koma út úr skóla eða háskóla, senda út ferilskrá í von um að fá vinnu en komast að þeirri niðustöðu að það sé vonlaust.
El País: Rajoy reynir að stöðva sókn Katalóníu til sjálfstæðis með fjárhagslegum tilslökunum
Spænska dagblaðið El País segir að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar íhugi nú að reyna að stöðva sókn Katalóníu til sjálfstæðis með tilboði til Artur Mas, forsætisráðherra heimastjórnar Katalóníu um fjárhagsleg málefni. Deilur um skiptingu á peningum á milli svæða á Spáni hafi leitt til kosninga í Katalóníu í nóvembermánuði sl. Blaðið segir að Rajoy og Mas hafi átt leynifund með sér sl.
Kýpur: Seðlabankastjórinn helzti skotspónn reiði fólks
Kýpverska blaðið Cyprus-Mail, sem gefið er út á ensku, segir að Panicos Demetriades, bankastjóri Seðlabanka Kýpur hafi orðið helzti skotspónn reiði fólks á Kýpur. Kröfur um afsögn hans hafi magnazt. Tillaga um brottrekstur hans hafi verið lögð fram í þinginu en afgreiðslu hennar hafi verið frestað. Ríkisstjórnin hafi ekki haldið uppi vörnum fyrir Demetriades heldur ýtt undir árásir á hann.
Kýpur: Enginn evruvandi í okkar hluta-segja Tyrkir
Hinn tyrkneski hluti Kýpur, sem gríski vefmiðillinn ekathimerini skilgreinir sem þann hluta Kýpur, sem Tyrkir hafi hernumið, hefur nú hafið auglýsingaherferð í Bretlandi til að notfæra sér vandamálin í lýðveldinu Kýpur og minnir fólk á að í tyrkneska hlutanum sé evran ekki gjaldmiðillinn, sem er í notkun.
Noam Chomsky: Aðgerðir Seðlabanka Evrópu hafa leikið lýðræðið í Evrópu illa
Hinn heimskunni pólitíski aðgerðarsinni, prófessor og rithöfundur, Noam Chomsky, er á fyrirlestrarferð á Írlandi og segir í samtali við Irish Times að viðbrögð Evrópusambandsins við efnahagskreppunni hafi farið illa með lýðræðið í Evrópu, sem sé ver á vegi statt en í Bandaríkjunum.
FT: Fólk reynir að koma reiðufé frá Kýpur-aðstoð í boði gegn hárri greiðslu fyrirfram
Kýpverjar leita nú leiða til þess að koma reiðufé frá Kýpur, ýmist fyrir sjálfa sig eða fyrir aðra gegn gjaldi.
Eindregin andstaða gegn aðild að ESB er ekki ástæða veikrar stöðu Sjálfstæðisflokks í könnunum
Kosningar kalla fram margsvíslegar tilfinningar hjá fólki, ekki sízt þegar illa gengur. Þá er skýringa leitað og oftar en ekki eru pólitískar ástæður fyrir þeim skýringum sem menn telja sig finna. Þetta hefur komið skýrt í ljós á undanförnum vikum, þegar sjálfstæðismenn hafa reynt að skýra veiku stöðu flokks síns í skoðanakönnunum.
Flokkur heimilanna kominn með fjölmiðil
Nú er eitt nýju framboðanna komið í samband við fjölmiðil. Flokkur heimilanna er bersýnilega orðinn eins konar regnhlífarsamtök fyrir margra hópa og ekkert við það að athuga. Hins vegar verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur fyrir Flokk heimilanna að eigendur og stjórnendur Útvarps Sögu hafa gengið til liðs við flokkinn.
Hvað eiga píratar og ein helzta pólitíska valdaætt landsins sameiginlegt?
Ríkisútvarpið segir að þrjú nýju framboðanna.