« 21. apríl |
■ 22. apríl 2013 |
» 23. apríl |
ESB ætlar að standa vörð um menningarlegan fjölbreytileika í fríverslunarviðræðum við Bandaríkin
Aðgerðir sem stuðla að því að verja evrópska menningu og miðla gegn stórsókn frá Hollywood verða ekki til umræðu í fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna sem ætlunin er að hefja síðar á þessu ári sagði Karel De Gucht, viðskiptamálastjóri ESB, mánudaginn 22. apríl. „Evrópumenn munu ekki stofna me...
Angela Merkel: „Yfirráðastefna er mér víðsfjarri“ – þjóðir eiga að afsala sér fullveldi til ESB
Angela Merkel Þýskalandskanslari hafnaði því mánudaginn 22. apríl að Þjóðverjar vildu ná „yfirráðum“ innan ESB en áréttaði að aðildarríki yrðu að framselja hluta af fullveldi sínu til að hagur heildarinnar vænkaðist. Hún sagði að Þjóðverjum væri ávallt kappsmál að komast að sameiginlegri niðurstöðu ...
Serbar veita Kosovo viðurkenningu til að geta komist í ESB
Ríkisstjórn Serbíu staðfesti mánudaginn 22. apríl samkomulag við stjórnvöld við Kosovo sem markar söguleg þáttaskil og felur í sér óbeina viðurkenningu Serba á Kosovo sem sjálfstæðu ríki. Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti mánudaginn 22. apríl að hún mundi leggja til við leiðtogaráð ESB að hafnar yrðu E...
Eurostat: Skuldir Frakka og Spánverja hækkuðu 2012 í stað þess að lækka
Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti mánudaginn 22. apríl tölur um skuldasöfnun evru-ríkja á árinu 2012, í yfirlitinu kemur fram að skuldir Frakka og Spánverja séu á hættumörkum og hærri en áætlað hafði verið. Eurostat segir að ríkissjóðshallinn í Frakklandi hafi verið 4,8% af vergri landsfr...
Stækkunardeild Evrópusambandins hefur í samvinnu við sendiráð ESB á Íslandi og utanríkisráðuneytið boðið 120 íslenskum sveitarstjórnarmönnum á árinu 2012 og fyrri hluta þessa árs til Brussel í því skyni að „auka getu sveitarstjórna til að laga sig að ESB-aðild og auka skilning þeirra og þekkingu á E...
Ný könnun: Valkostur fyrir Þýzkaland með 19,2%
Ný skoðanakönnun í Þýzkalandi, framkvæmd af Handelsblatt Online bendir til að hinn nýi stjórnmálaflokkur í Þýzkalandi, Valkostur fyrir Þýzkaland, gæti fengið 19,2% akvæða í þingkosningum í haust. Flokkurinn heldur því fram, að evran sé misheppnaður gjaldmiðill og ógni sameiningu Evrópu.
Rússneskar herflugvélar æfðu að næturlagi um páskana árásir á Svíþjóð. Svíar brugðust ekki við en danskar F-16 þotur voru sendar á loft. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Þessum atburðum hefur til þessa verið haldið leyndum en sex rússneskar herþotur æfðu á föstudaginn langa árásir á ýmis skotmörk í Svíþjóð.
Írland: Slakað á aðhaldi í fjárlögum næsta árs
Joan Burton, sem sæti á í ríkisstjórn Írlands fyrir Verkamannaflokkinn sagði um helgina að írsku fjárlögin fyrir næsta ár, sem kynnt verða í október muni gera ráð fyrir tilslökun á aðhaldsaðgerðum. Írland sé komið að mörkum þess sem hægt sé að búa við og að venjulegt fólk hafi verið að axla of mikinn hluta byrðanna.
Wolfgang Schauble: Enginn ætti að gera ráð fyrir miklum hagvexti í Evrópu á næstu árum
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði á blaðamannafundi sl. föstudag að enginn ætti að gera ráð fyrir miklum hagvexti í Evrópu á næstu árum. Aðrir háttsettir stjórnmálamenn og embættismenn í Evrópu hafa í samtölum á vorfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins lýst efasemdum um að mikið væri hægt að gera til þess að örva hagvöxt á evrusvæðinu.
Oleg Deripaska: Ekki skynsamlegt að fjárfesta á evrusvæðinu-gengi evrunnar of hátt
Einn af helztu auðkýfingum Rússlands, Oleg Deripaska, aðaleigandi Rusal sem er eitt af stærstu álfyrirtækjum í heimi segist ekki hafa áhuga á að fjárfesta á evrusvæðinu vegna þess hve hátt gengi evrunnar sé. Miðað við gengi evrunnar og stöðu markaða í Evrópu segir hann ekki skynsamlegt að kaupa nokkuð sem máli skipti þar. Þetta kemur fram í Daily Telegraph.
Atburðarásin innan ESB og á evrusvæðinu hefur afsannað allar fullyrðingar aðildarsinna
Þegar bankahrunið varð hér á Íslandi haustið 2008 og efnahagshrun í kjölfarið héldu Samfylkingarmenn því fram, að ef Ísland hefði verið aðili að Evrópusambandinu og með evru hefði ekkert hrun orðið. Atburðarásin á evrusvæðinu hefur afsannað þessar fullyrðingar. Einkabankar féllu á Írlandi þótt Írlandi væri aðili að ESB og með evru. Grikkland hrundi þrátt fyrir aðild að ESB og evru.
Stjórnarflokkarnir eru búnir að gefast upp
Þótt kosningabaráttunni sé ekki lokið er augljóst að stjórnarflokkarnir báðir eru búnir að gefast upp. Hvorugur þeirra heldur uppi nokkurri málefnabaráttu, sem orð er á gerandi. Árni Páll er að vísu enn að tala um Evrópusambandið en aðallega láta aðildarsinnar sér nægja að kaupa mikið magn af auglýsingum í öllum hugsanlegum miðlum.