« 22. apríl |
■ 23. apríl 2013 |
» 24. apríl |
Ögrandi flug sex rússneskra hervéla í garð Svía vekur undrun og reiði
Nick Hækkerup, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir í samtali við Jyllands-Posten sem birtist þriðjudaginn 23. apríl að danska F-16 orrustuþotur séu ekki á hverjum degi sendar á loft til að fylgjast með rússneskum hervélum. Það hafi því verið nokkuð óvenjulegt að danskar F-16 vélar hafi verið sendar ...
ESB birtir tilskipun um húsnæðislán - brugðist við ábyrgðarleysi og fasteignabólum
Nýjar ESB-reglur munu leiða til þess að lántakendur í ESB-ríkjum geti ekki tekið húsnæðislán standist þeir ekki almennt greiðslumat. Framkvæmdastjórn ESB segir að ný tilskipun hennar um húsnæðislán muni koma í veg fyrir að glæfraleg lántaka undanfarinna ára endurtaki sig. Með tilskipuninni er ætlunin að koma í veg fyrir að húsnæðislán séu veitt án þess að lánveitandi skoði bakgrunn lántakanda.
NATO-ráðherrafundur í Brussel - John Kerry situr sinn fyrsta fund
Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna koma saman í Brussel þriðjudaginn 23. apríl til að skiptast á skoðunum um brottför herafla undir merkjum bandalagsins frá Afganistan, átökin í Sýrlandi og spennuna á Kóreuskaga. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði við upphaf fundarins: „Við sjáum öll...
Hagtölur um ESB-ríki sem birtar voru mánudaginn 22. apríl staðfesta enn sérstöðu Þýskalands innan ESB en þó einkum meðal evru-ríkjanna. Lítið atvinnuleysi, afgangur í ríkisrekstrinum og öruggur hagsvöxtur eru einkenni þýsks efnahagslífs. Franska blaðið Le Monde segir í leiðara sem birtist þriðjudagi...
Ótti þýsku stjórnarflokkanna við AfD ekki talinn ástæðulaus segja sérfræðingar
Í þýskum blöðum eru umræður um að áhyggjur vaxi meðal kristilegra demókrata (CDU/CSU) vegna áhrifa sem nýi stjórnmálaflokkurinn í landinu Alternative für Deutschland (AfD) muni hafa á kjósendur á hægri væng stjórnmálanna.
Svíþjóð: Hvers vegna NATÓ þegar við höfum Lissabon-sáttmálann spyr varnarmálaráðherrann
Karin Enstrom, varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir að Svíþjóð sé ekki í Atlantshafsbandalaginu að hluta til vegna þess að sáttmálar Evrópusambandsins feli í sér ákveðna tryggingu í öryggismálum.
Grikkland: Starfsmenn skattstofa í verkfalli-mótmæla óréttlátri skattastefnu
Skattstofur í Grikklandi verða lokaðar í dag, þriðjudag, vegna 24 klukkustunda verkfalls starfsmanna þeirra, sem efna til mótmæla fyrir utan Fjármálaráðuneytið við Syntagma torg kl.
Írland: Eftirlaunaaldur þarf að hækka
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) telur að Írar verði að hækka lögbundinn eftirlaunaaldur ef tryggja eigi viðunandi eftirlaunakerfi til framtíðar. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Eftirlaunaaldur á Írlandi er nú 66 ár og á skv.
Barroso: Aðhaldspólitíkin komin að mörkum þess sem er pólitískt framkvæmanlegt
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í gær að aðhaldspólitíkin væri komin að pólitískum mörkum þess að skila árangri vegna vaxandi andstöðu í jaðarríkjum evrusvæðisins, sem hafi orðið illa úti. Barroso sagði að um leið og hann tryði á mikilvægi efnahagslegra umbóta og niðurskurðar á fjárlagahalla yrði sú stefna að njóta samfélagslegs stuðnings, sem nú væri í hættu.
Erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, hvetur til þess að einum af stærri bönkum Bretlands verði skipt upp í smærri svæðisbundnar einingar. Erkibiskupinn lýsti þessari skoðun á fundi í gærkvöldi í Westminster um fjármálakreppuna, sem Biblíufélagið stóð fyrir. Hann sagði Bretland á kafi í kreppu og nauðsynlegt væri að grípa til meiriháttar aðgerða.
Kjósendur munu hafna ESB-feigðarflaninu
Samfylkingin kom til sögunnar árið 2000 og þar blundaði alltaf draumurinn um ESB-aðild og við hrunið 2008 sáu ýmsir að nú kynni hann að rætast. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði þá stefnu að ekki skyldi sótt um aðild að ESB nema meirihluti þjóðarinnar samþykkti umsókn í atkvæðagreiðslu.
Hvað veldur því að sameining vinstri manna í einni fylkingu hefur mistekist?
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig vinstri menn bregðast við fyrirsjáanlegum kosningaósigri sínum um helgina.