Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Föstudagurinn 14. júní 2013

«
13. júní

14. júní 2013
»
15. júní
Fréttir

Viðskipta­ráðherrar ESB sammála um samningsumboð gagnvart BNA - Frakkar höfðu sitt fram í bili

Viðskipta­ráðherrar ESB-ríkjanna komust föstudaginn 14. júní að sameiginlegri niðurstöðu um samningsmarkmið í fyrirhugðum frí­verslunarviðræðum við Bandaríkjamenn. Komið var til móts við óskir Frakka um að tryggð yrði vernd fyrir menningarstarfsemi. Embættismenn ESB sögðu að ráðherrarnir hefðu samþyk...

Erdogan hvetur mótmælendur til að hörfa - dómarar ráði niðurstöðu

Recep Tayyip Erdogan, forsætis­ráðherra Tyrklands, hefur mælst til þess við litla sendi­nefnd mómælenda að þeir hvetji hundruð annarra mótmælenda í Gezi-garði til að yfirgefa garðinn.

Uppnám í stjórnmálum Tékkóslóvakíu vegna hneyksla og spillingar á æðstu stöðum

Uppnám ríkir í tékkneskum stjórnmálum vegna hneykslismála. Fimmtudaginn gerði lög­regla húsleit í stjórnar­byggingum meðal annars hjá skrifsofu­stjóra forsætis­ráðherrans sem götublöð gefa til kynna að sé ástkona hans. Sagt er að hún hafi látið njósna um fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. Ekki lá ljóst fyrir í upphafi hver var til rannsóknar eða fyrir hvað.

Fríverslunar­viðræður ESB og BNA: Reynt að fá Frakka til að falla frá menningarfyrirvara

Viðskipta­ráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til fundar í Lúxemborg föstudaginn 14. júní til að samræma afstöðu sína til frí­verslunarviðræðna við Bandaríkjamenn og fá Frakka til að falla frá fyrirvara sínum um að ekki verði rætt um kvikmyndir og tónlist og frelsi í viðskiptum á þessum sviðum í viðræðu...

British Medical Journal: Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hafa neikvæð áhrif á heilsufar Spánverja

Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í spænska heilbrigðiskerfinu hefur veruleg neikvæð áhrif á heilsufar Spánverja segir í nýrri skýrslu, sem birt var í gær í British Medical Journal og El País, spænska dagblaðið segir frá. Höfundar skýrslunnar segja að verði ekki breyting á sé mikil hætta á ferðum og að aukning verði á smitsjúkdómum.

Grikkland: Stjórnar­samstarfið hangir á bláþræði vegna ERT-málsins

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands hefur fallizt á að ræða stöðu gríska ríkisútvarpsins-sjónvarps við samstarfsaðila sína í ríkis­stjórn að því er fram kemur á ekathimerini og fer sá fundur fram á mánudaginn kemur.

WSJ: Ávöxtunarkrafa á ríkisskulda­bréf sumra evruríkja fer hækkandi á ný

Wall Street Journal segir í dag að straumhvörf kunni að vera í aðsigi á skulda­bréfamörkuðum ef svo fari sem horfi að seðlabankar dragi úr eða hætti takmarkalausri innspýtingu fjár á alþjóðlega fjármála­markaði. Vísbendingar um þetta má sjá á hækkandi ávöxtunarkröfu á 10 ára grísk ríkisskulda­bréf.

Leiðarar

Tímamót

Dagurinn í gær, 13. júní 2013 var merkur dagur í sögu íslenzku þjóðar­innar. Þann dag var formlega tilkynnt í Brussel, að Ísland hefði gert hlé á aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið. Yfirlýsing Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkis­ráðherra, í samtali við Stefán Fule, stækkunar­stjóra ESB var skýr. Þeir...

Í pottinum

Fjölmiðlar taka varla eftir ákvörðun Íslands um hlé á viðræðum

Ákvörðun ríkis­stjórnar Íslands um að gera hlé á viðræðum við Evrópu­sambandið hefur engu uppnámi valdið í nágrannalöndum okkar, hvorki í Evrópu eða Norður-Ameríku. Þessarar ákvörðunar er ekki getið í helztu fréttum dagblaða og/eða útvarps- og sjónvarpsstöðva nema á vefmiðlinum euobserver, sem segir frá blaðamannafundi Stefáns Fule og Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkis­ráðherra, í gær.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS