Viðskiptaráðherrar ESB sammála um samningsumboð gagnvart BNA - Frakkar höfðu sitt fram í bili
Viðskiptaráðherrar ESB-ríkjanna komust föstudaginn 14. júní að sameiginlegri niðurstöðu um samningsmarkmið í fyrirhugðum fríverslunarviðræðum við Bandaríkjamenn. Komið var til móts við óskir Frakka um að tryggð yrði vernd fyrir menningarstarfsemi. Embættismenn ESB sögðu að ráðherrarnir hefðu samþyk...
Erdogan hvetur mótmælendur til að hörfa - dómarar ráði niðurstöðu
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur mælst til þess við litla sendinefnd mómælenda að þeir hvetji hundruð annarra mótmælenda í Gezi-garði til að yfirgefa garðinn.
Uppnám í stjórnmálum Tékkóslóvakíu vegna hneyksla og spillingar á æðstu stöðum
Uppnám ríkir í tékkneskum stjórnmálum vegna hneykslismála. Fimmtudaginn gerði lögregla húsleit í stjórnarbyggingum meðal annars hjá skrifsofustjóra forsætisráðherrans sem götublöð gefa til kynna að sé ástkona hans. Sagt er að hún hafi látið njósna um fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. Ekki lá ljóst fyrir í upphafi hver var til rannsóknar eða fyrir hvað.
Fríverslunarviðræður ESB og BNA: Reynt að fá Frakka til að falla frá menningarfyrirvara
Viðskiptaráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til fundar í Lúxemborg föstudaginn 14. júní til að samræma afstöðu sína til fríverslunarviðræðna við Bandaríkjamenn og fá Frakka til að falla frá fyrirvara sínum um að ekki verði rætt um kvikmyndir og tónlist og frelsi í viðskiptum á þessum sviðum í viðræðu...
British Medical Journal: Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hafa neikvæð áhrif á heilsufar Spánverja
Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í spænska heilbrigðiskerfinu hefur veruleg neikvæð áhrif á heilsufar Spánverja segir í nýrri skýrslu, sem birt var í gær í British Medical Journal og El País, spænska dagblaðið segir frá. Höfundar skýrslunnar segja að verði ekki breyting á sé mikil hætta á ferðum og að aukning verði á smitsjúkdómum.
Grikkland: Stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði vegna ERT-málsins
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands hefur fallizt á að ræða stöðu gríska ríkisútvarpsins-sjónvarps við samstarfsaðila sína í ríkisstjórn að því er fram kemur á ekathimerini og fer sá fundur fram á mánudaginn kemur.
WSJ: Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf sumra evruríkja fer hækkandi á ný
Wall Street Journal segir í dag að straumhvörf kunni að vera í aðsigi á skuldabréfamörkuðum ef svo fari sem horfi að seðlabankar dragi úr eða hætti takmarkalausri innspýtingu fjár á alþjóðlega fjármálamarkaði. Vísbendingar um þetta má sjá á hækkandi ávöxtunarkröfu á 10 ára grísk ríkisskuldabréf.
Dagurinn í gær, 13. júní 2013 var merkur dagur í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þann dag var formlega tilkynnt í Brussel, að Ísland hefði gert hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Yfirlýsing Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, í samtali við Stefán Fule, stækkunarstjóra ESB var skýr. Þeir...
Fjölmiðlar taka varla eftir ákvörðun Íslands um hlé á viðræðum
Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið hefur engu uppnámi valdið í nágrannalöndum okkar, hvorki í Evrópu eða Norður-Ameríku. Þessarar ákvörðunar er ekki getið í helztu fréttum dagblaða og/eða útvarps- og sjónvarpsstöðva nema á vefmiðlinum euobserver, sem segir frá blaðamannafundi Stefáns Fule og Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, í gær.