Grikkland: Alexis Tsipras kastar þýskum blaðamanni á dyr
Leiðtogi grísku stjórnarandstöðunnar Alexis Tsipras, formaður Syriza, bandalags grískra vinstrisinna, sleit samtali við blaðamann þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) þegar hann spurði um and-þýsk ummæli Tsipras. Hann vísaði blaðamanninum á dyr fyrir brot á siðareglum með ummælum sínum, ritstjórn FAZ vísar ásökuninni á bug.
Demantaránið í Cannes: Verðmæti þýfisins talið nema 136 milljónum dollara
Upplýst hefur verið að verðmæti demantanna sem stolið var í Carlton-hótelinu í Cannes sunnudaginn 28. júlí hafi ekki numið 53 milljónum dollara eins og upphaflega var talið heldur 136 milljónum dollara. Franskur saksóknari nefndi þessa tölu mánudaginn 29. júlí. Að morgni sunnudags sópaði vopnaður m...
Danska blaðið Politiken segir að George W. Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á eftirmann sinn, Barack Obama, til að hann styddi Anders Fogh Rasmussen, þáv. forsætisráðherra Dana, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Segir blaðið að Fogh hafi notið meiri aðstoðar f...
Innistæðueigendur á Kýpur taka á sig 47,5% afskrift á reikningum sínum
Ríkisstjórn Kýpur sagði mánudaginn 29. júlí að reikningseigendur í Bank of Cyprus, stærsta banka landsins, mundu tapa 47.5% af inneign sinni umfram 100.000 evrur. Upphaflega var áætlað að reikningsendurnir mundu tapa 37,5%. Þar að auki voru 22,5% innstæðna bundnar á meðan sérfræðingar reiknuðu hve ...
Vilja að fundargerðir bankaráðs SE verði birtar opinberlega
Tveir meðlimir bankaráðs Seðlabanka Evrópu vilja að fundargerðir bankaráðsins verði birtar opinberlega. Þeir telja að slíkt gagnsæi í starfi verði bankanum í hag. Þetta kemur fram í samtali Benoit Coeure sem sæti á í framkvæmdastjórn bankans við þýzka dagblaðið Suddeutsche Zeitung og franska dagblaðið Le Figaro.
Viviane Reding: Tími þríeykisins er liðinn-Evrópuríkin geta leyst sín vandamál sjálf
Viviane Reding, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að tími þríeykisins svokallaða ESB/AGS/SE í málefnum evruríkja í vanda sé liðinn. Þetta kemur fram í samtali við gríska dagblaðið Kathimerini. Reding segir að grundvallarákvarðanir á borð við uppsagnir tugþúsunda opinberra starfsmanna eigi ekki að taka á bak við lokaðar dyr.
Danmörk: Á að skipta Danske Bank upp eða gera kröfu um meira eigið fé?
Berlingske Tidende segir í dag að hafnar séu umræður í Danmörku um, hvort skipta eigi Danske Bank upp í smærri einingar á þeirri forsendu að hann sé of stór eining fyrir lítið land eins og Danmörku eða hvort gera eigi kröfu til þess að bankinn bæti eiginfjárstöðu sína.
Bretland: Er nýtt umfangsmikið „hökkunamál“ í aðsigi?
Svo viðist sem nýtt „hökkunarmál“ sé að koma upp í Bretlandi í framhaldi af þeim uppljóstrunum, sem fram komu á síðasta ári um innbrot á vegum einstakra dagblaða þar í landi í símtöl, sms-sendingar, tölvupóstssamskipti o. fl. Að þessu sinni virðast lögfræðingar, tryggingarfélög, bankamenn og sveitarstjórnir eiga hlut að máli skv. fréttum Daily Telegraph í dag.
Viviane Reding, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er athyglisverð kona, sem talar stundum hreint út, sem ekki er algengur eiginleiki í fari þeirra, sem þar starfa. Nú hefur hún í samtali við gríska dagblaðið Kathimerini sagt tvennt, sem máli skiptir.
Guðmundur Andri ætti að rýna dýpra í starfsemi matsfyrirtækjanna
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur segir í grein í Fréttablaðinu í dag: „Formaður fjárlaganefndar Vigdís Hauksdóttir sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor´s vera “íhlutun í íslenzk innanríkismál". Það er vissulega sjónarmið. Og vera má að útle...