Miđvikudagurinn 19. janúar 2022

Sunnudagurinn 11. ágúst 2013

«
10. ágúst

11. ágúst 2013
»
12. ágúst
Fréttir

Grísk óeirđalög­regla í átökum viđ ólögmćta innflytjendur

Grísk óeirđalög­regla hefur bariđ niđur uppţot í búđum innflytjenda fyrir norđan Aţenu. Íbúar í búđunum köstuđu grjóti ađ lög­regluvörđum og sćrđu ađ minnsta kosti 10 auk ţess ađ bera eld ađ bćkistöđ ţeirra.

Bundesbank spáir ađ Grikkir ţurfi ţriđja neyđarlániđ á árinu 2014

Í nýjasta hefti Der Spiegel sem kemur út mánudaginn 12. ágúst er birt frásögn reist á trúnađars­bréfi frá ţýska seđlabankanum, Bundesbank, til ţýska fjármála­ráđuneytisins og Alţjóđa­gjaldeyris­sjóđsins (AGS) ţar sem spáđ er ađ óhjákvćmilegt verđi ađ veita Grikkjum ţriđja neyđarlániđ snemma árs 2014. B...

Noregur: Ţingmađur Verkamanna­flokks hvetur Jagland til ađ fara af landi brott í kosningabaráttunni

Thorbjörn Jagland, fyrrum leiđtogi Verkamanna­flokksins í Noregi og forsćtis­ráđherra sló ţví föstu í gćr, laugardag, ađ flokkur hans hafi misst trúna á ađ hann geti unniđ ţingkosningarnar í september. Ţessi ummćli Jagland hafa orđiđ til ţess ađ einn af ţingmönnum Verkamanna­flokksins, Steinar Gullvaag, hvetur hann til ađ fara af landi brott á međan kosningabaráttan standi yfir.

Bretland: Óeining í ţing­flokki Verkamanna­flokksins

Mikil óeining er innan ţing­flokks Verkamanna­flokksins í Bretlandi ađ ţví er fram kemur í Daily Telegraph. Sagt er ađ Ed Miliband, leiđtogi flokksins undirbúi breytingar á skugga­ráđuneyti sínu en Miliband sjálfur liggur undir gagnrýni fyrir forystu, sem rugli fólk í ríminu.

Skotland: Stuđningur viđ valddreifingu frá London til Edinborgar

Michael Moore, Skotlandsmála­ráđherra í brezku ríkis­stjórninni (Frjálslyndur) segir rök fyrir ţví ađ fćra yfir­stjórn hluta velferđarkerfisins til heima­stjórnar­innar í Skotlandi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS