« 28. október |
■ 29. október 2013 |
» 30. október |
Yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) hafnaði þriðjudaginn 29. október alfarið réttmæti frétta um að Bandaríkjamenn hefðu safnað upplýsingum um símtöl milljóna Evrópumanna. Hann sagði að yfirlit yfir símtölin hefðu borist til Bandaríkjanna frá njósnastofnunum í bandalagsríkjum Bandarí...
Í frétt sem birtist á vefsíðu Bloomeberg- fréttastofunnar þriðjudaginn 29. október ræðir Ómar R. Valdimarsson, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, við Gunnar Helga Sveinsson utanríkisráðherra. Þar segir að Íslendingar nýti sér tvíhliða samskipti við Kínverja og aðra til að auka utanríkisviðskipti efti...
François Hollande slær öll met í óvinsældum
François Hollande Frakklandsforseti hefur slegið öll met í óvinsældum en stuðningur við hann mælist nú aðeins 26%. Í 32 ár sem fyrirtækið BVA hefur kannað afstöðu fólks til forseta Frakklands hefur enginn reynst svo óvinsæll. Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra í stjórn sósíalista, fellur einnig e...
Bandaríkin: Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar andmælir vinnu brögðum NSA
Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjanum og formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og til þessa öflugur verjandi starfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) hefur skipt um skoðun á starfsháttum stofnunarinnar eftir að fréttir bárust um hlerun á síma Angelu Merkel Þýskalandskanslara.
Finnland: Rússar eignast skipasmíðastöð í Helsinki
Rússneskt skipasmíðafyrirtæki í ríkiseigu, USC, hefur keypt Arctech Helsinki skipasmíðastöðina í Finnlandi, af eigandanum sem var STX, fyrirtæki í Suður-Kóreu. Rússarnir áttu áður um 50% hlutafjár að því er Yle-fréttastofan finnska hefur eftir rússneska dagblaðinu Kommersant. Kaupverðið er undir 20 milljónum evra. Kravchenko, forstjóri USC segist ekki hafa áhyggjur af kaupverðinu.
Norður-Noregur: Byggja þarf nýjar landamærastöðvar vegna tvöföldunar í fjölda ferðamanna
Umferðin um landamærastöðvar í Norður-Noregi milli Noregs og Rússlands hefur aukizt svo mikið að lögregla á þessu svæði segir að byggja verði nýjar landamærastöðvar til að anna aukningunni. Fjöldi þeirra, sem fara þarna um hefur tvöfaldast og biðraðir myndast. Meirihluti fólks, sem kemur frá Rússlandi býr á Kolaskaga og kemur til Noregs í verzlunarerindum og til þess að hitta vini og kunningja.
Formaður Evruhópsins: Spánverjar verða að vinna lengur og meira
Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands, sem jafnframt er formaður Evruhópsins svonefnda hvetur Spánverja til að vinna lengur og meira og segir að fólk verði að laga sig að nýjum efnahagslegum veruleika. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Madrid í gær. Dijsselbloem sagði að allar Evrópuþjóðir yrðu að koma fram kerfisbreytingum.
Danir eru að verða mesta kaupskipaþjóð í Evrópu
Danir eru að verða mesta kaupskipaþjóð í Evrópu að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Þjóðverjar og Grikkir eiga að vísu fleiri skip en á þessu ári verður flutningsmagnið mest hjá Dönum. Fyrir sjö árum setti þáverandi viðskiptaráðherra , Bendt Bendtsen kaupskipaútgerðum þetta markmið og það er nú að nást.
Schengen-aðild eflir íslensku lögregluna
Aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli gegn félögum í Devil´s Choice-samtökunum sem ætluðu að koma til Íslands til að skemmta sér með Hell‘s Angels sýnir enn og aftur að aðild að Schengen-samstarfinu kemur ekki í veg fyrir að landamærum Íslands sé lokað hafi yfirvöld rökstuddan grun um að menn á leið til landsins komi hingað í ólögmætum tilgangi.
Píratar eru stjórnmálaflokkur og fulltrúar þeirra flokkspólitískir
Hér var vakin athygli á aðför Láru Hönnu Einarsdóttur að Gísla Marteini Baldurssyni vegna fyrsta sunnudagsþáttar hans 27. október. Var vakin athygli á að Lára Hanna væri flokkspólitískur fulltrúi þingflokks Pírata sem varamaður í stjórn ríkisútvarpsins og bæri að skoða aðför hennar að Gísla Marteini...