Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 29. október 2013

«
28. október

29. október 2013
»
30. október
Fréttir

Njósnaforingjar Bandaríkjanna fyrir þing­nefnd - alkunn staðreynd að njósnað sé um ráðamenn erlendra ríkja - grunnþáttur njósna

Yfirmaður Þjóðaröryggis­stofnunar Bandaríkjanna (NSA) hafnaði þriðjudaginn 29. október alfarið réttmæti frétta um að Bandaríkjamenn hefðu safnað upplýsingum um símtöl milljóna Evrópu­manna. Hann sagði að yfirlit yfir símtölin hefðu borist til Bandaríkjanna frá njósna­stofnunum í bandalagsríkjum Bandarí...

Utanríkis­ráðherra vonar að Ísland fari aldrei í ESB - vill efla tengslin við Kína og eiga varnar­samstarf við Kanada

Í frétt sem birtist á vefsíðu Bloomeberg- fréttastofunnar þriðjudaginn 29. október ræðir Ómar R. Valdimarsson, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, við Gunnar Helga Sveinsson utanríkis­ráðherra. Þar segir að Íslendingar nýti sér tvíhliða samskipti við Kínverja og aðra til að auka utanríkis­viðskipti efti...

François Hollande slær öll met í óvinsældum

François Hollande Frakklands­forseti hefur slegið öll met í óvinsældum en stuðningur við hann mælist nú aðeins 26%. Í 32 ár sem fyrirtækið BVA hefur kannað afstöðu fólks til forseta Frakklands hefur enginn reynst svo óvinsæll. Jean-Marc Ayrault, forsætis­ráðherra í stjórn sósíalista, fellur einnig e...

Bandaríkin: Formaður leyniþjónustu­nefndar öldunga­deildarinnar andmælir vinnu brögðum NSA

Dianne Feinstein, öldunga­deildarþingmaður í Bandaríkjanum og formaður leyniþjónustu­nefndar öldunga­deildarinnar, og til þessa öflugur verjandi starfsemi Þjóðaröryggis­stofnunar Bandaríkjanna (NSA) hefur skipt um skoðun á starfsháttum stofnunarinnar eftir að fréttir bárust um hlerun á síma Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

Finnland: Rússar eignast skipasmíðastöð í Helsinki

Rússneskt skipasmíða­fyrirtæki í ríkiseigu, USC, hefur keypt Arctech Helsinki skipasmíðastöðina í Finnlandi, af eigandanum sem var STX, fyrirtæki í Suður-Kóreu. Rússarnir áttu áður um 50% hlutafjár að því er Yle-fréttastofan finnska hefur eftir rússneska dagblaðinu Kommersant. Kaupverðið er undir 20 milljónum evra. Kravchenko, for­stjóri USC segist ekki hafa áhyggjur af kaupverðinu.

Norður-Noregur: Byggja þarf nýjar landamærastöðvar vegna tvöföldunar í fjölda ferðamanna

Umferðin um landamærastöðvar í Norður-Noregi milli Noregs og Rússlands hefur aukizt svo mikið að lög­regla á þessu svæði segir að byggja verði nýjar landamærastöðvar til að anna aukningunni. Fjöldi þeirra, sem fara þarna um hefur tvöfaldast og biðraðir myndast. Meirihluti fólks, sem kemur frá Rússlandi býr á Kolaskaga og kemur til Noregs í verzlunarerindum og til þess að hitta vini og kunningja.

Formaður Evruhópsins: Spánverjar verða að vinna lengur og meira

Jeroen Dijsselbloem, fjármála­ráðherra Hollands, sem jafnframt er formaður Evruhópsins svo­nefnda hvetur Spánverja til að vinna lengur og meira og segir að fólk verði að laga sig að nýjum efnahagslegum veruleika. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Madrid í gær. Dijsselbloem sagði að allar Evrópu­þjóðir yrðu að koma fram kerfisbreytingum.

Danir eru að verða mesta kaupskipaþjóð í Evrópu

Danir eru að verða mesta kaupskipaþjóð í Evrópu að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Þjóðverjar og Grikkir eiga að vísu fleiri skip en á þessu ári verður flutningsmagnið mest hjá Dönum. Fyrir sjö árum setti þáverandi viðskipta­ráðherra , Bendt Bendtsen kaupskipaútgerðum þetta markmið og það er nú að nást.

Leiðarar

Schengen-aðild eflir íslensku lög­regluna

Aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli gegn félögum í Devil´s Choice-samtökunum sem ætluðu að koma til Íslands til að skemmta sér með Hell‘s Angels sýnir enn og aftur að aðild að Schengen-samstarfinu kemur ekki í veg fyrir að landamærum Íslands sé lokað hafi yfirvöld rökstuddan grun um að menn á leið til landsins komi hingað í ólögmætum tilgangi.

Í pottinum

Píratar eru stjórnmála­flokkur og fulltrúar þeirra flokkspólitískir

Hér var vakin athygli á aðför Láru Hönnu Einarsdóttur að Gísla Marteini Baldurssyni vegna fyrsta sunnudagsþáttar hans 27. október. Var vakin athygli á að Lára Hanna væri flokkspólitískur fulltrúi þing­flokks Pírata sem varamaður í stjórn ríkisútvarpsins og bæri að skoða aðför hennar að Gísla Marteini...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS