« 29. október |
■ 30. október 2013 |
» 31. október |
Saksóknari efnahagsbrota gegn ESB að koma til sögunnar
Ríkisstjórnir og þjóðþing ESB-ríkjanna höfðu frest til miðnættis mánudaginn 28. október til að gera athugasemd við tillögu um að koma á fót ESB-saksóknara í efnahagsbrotum í tengslum við fjárlög ESB. Niðurstaðan er að meirihluti ESB-ríkjanna gerði enga athugasemd. „Skýr meirihluti aðildarríkja hefu...
Bretland: Deilt um orðalag spurningar í ESB-atkvæðagreiðslu
Í neðri málstofu breska þingsins er nú til afgreiðslu frumvarp til laga frá James Warton, þingmanni Íhaldsflokksins, í því skyni að lögfest verði að fyrir lok árs 2017 greiði Bretar atkvæði um aðild að Evrópusambandinu. Deilur hafa nú vaknað um orðalag spurningarinnar sem lögð verði fyrir kjósendur.
Moskva: Pútín rak háttsetta embættismenn og lögreglustjóra í morgun
Pútín, Rússlandsforseti rak í morgun nokkra háttsetta embættismenn í innanríkisráðuneytinu í Moskvu og þar á meðal lögreglustjóra í því hverfi borgarinnar, þar sem mest hefur verið um kynþáttaóeirðir að undanförnu. Pútín hefur líka rekið yfirmann glæparannsókna í Moskvu og næstráðendur hans.
Spánn: Það versta er afstaðið segir FT
Efnahagsástandið á Spáni er að lagast. Á þriðja fjórðungi ársins varð viðsnúningur og hagvöxtur hófst á ný eftir minnkandi landsframleiðslu í níu ársfjórðunga. Atvinnuleysi er heldur að minnka. Financial Times segir að Mariano Rajoy geti að einhverju leyti þakkað sér þennan árangur. Samkeppnishæfni Spánar sé að styrkjast og viðskiptajöfnuður sé jákvæður.
Ítalía: Efnahagslægðin hefur staðið á þriðja fjórðung
Efnahagslægðin sem hefur gengið yfir Ítalíu hefur nú staðið samfellt á þriðja ársfjórðung samkvæmt tölum, sem birtar voru í gær sem gengur þvert á spár um að uppsveifla væri að hefjast á ný að því er fram kemur í Financial Times. Ítalía er þriðja stærsta efnahagskerfið á evrusvæðinu og hefur rekið aðhaldsstefnu í tvö ár.
Frakkland: Ríkisstjórnin hefur tvisvar sinnum fallið frá skattahækkunum vegna almennra mótmæla
Franska ríkisstjórnin hefur nú tvisvar sinnum á skömmum tíma orðið að falla frá skattahækkunum vegna almennra mótmæla.
Er samstarf ríkjanna beggja vegna Atlantshafs á hverfanda hveli?
Sennilega eru samskipti Bandaríkjanna og Evrópuríkja á töluverðum tímamótum um þessar mundir. Njósnamálin hafa orðið til að ýta undir margvíslega spennu, sem verið hefur á milli þessara ríkja í allmörg ár.