« 2. desember |
■ 3. desember 2013 |
» 4. desember |
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsti að kvöldi miðvikudags 3. desember mikilli undrun yfir einhliða og fyrirvaralausri ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að hætta öllum IPA-verkefnum, það er aðlögunarverkefnum sem hafin voru á Íslandi. Framkvæmdastjórnin muni með segja upp þessum samningum...
Þjóðverjar stoltir af betri árangri í PISA-könnuninni - setja sér enn ný markmið
PISA-könnunin 2012 sýnir að 15 ára þýskir grunnskólanemendur hafa tekið miklum framförum í öllum greinunum þremur: stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi.
Liechtensteinnemar standa sig best í stærðfræði utan Asíu
Grunnskólanemar í Liechtenstein og Sviss standa sig best í stærðfræði fyrir utan nemendur í Asíulöndum.
Danmörk: Formaður kennarasambandsins segir PISA sýna að stjórnmálamenn hafi brugðist
Danir eru í 22. sæti í stærðfræðihluta PISA-könnunarinnar 2012 sem kynnt var þriðjudaginn 3. desember. Danskir 15 ára grunnskólanemendur ná 500 stigum í stærðfræðilæsi en meðaltalið er 494, Íslendingar eru í 27. sæti með 493 stig. Þeir standa í stað miðað við könnuna 2009 en fram kemur að framsúrs...
Stjörnudansari dæmdur vegna blásýruárásar
Pavel Dmitristjenkó, ballettdansari við Bolshoj, hefur verið dæmdur sekur fyrir að leggja á ráðin um sýru-árás á listrænan stjórnanda ballettsins. Málaferlin leiddu í ljós hatrömm átök innan hins heimsfræga balletts.
Úkraína: Þingið hafnar vantrausti á ríkisstjórnina
Þing Úkraínu hafnaði þriðjudaginn 3. desember tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórn landsins. Alls urðu 226 þingmenn að greiða atkvæði með tillögunni til að hún hlyti samþykki, greiddu 186 þingmenn atkvæði með henni, þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, stjórnarflokkurinn sat h...
Svíar lýsa miklum vonbrigðum vegna niðurstöðu PISA-könnunar
„Dapra myndin hefur orðið enn daprari með PISA-niðurstöðunni sem birt var í dag,“ sagði Anna Ekström, forstöðumaður Skolverket í Svíþjóð, skóla- og fræðslumálastofnunar landsins, þriðjudaginn 3. desember eftir að hún hafði kynnt sér tölurnar. Hún hafði vonað að fall 15 ára sænskra grunnskólanemenda...
Fimmtán ára grunnskólanemar á Íslandi lenda í 27. sæti af 65 á eftir nemendum til dæmis frá Eistlandi, Finnlandi, Hollandi, Írlandi og Danmörku í kunnáttu á sviði stærðfræðilæsi sem könnuð var árið 2012 í svonefndri PISA-rannsókn á vegum OECD. Íslenskir nemendur fá 493 punkta rétt fyrir neðan meðalt...
Konrad Adenauer stofnunin í Þýzkalandi hefur komizt að þeirri niðurstöðu að fjórðungur þingsæta á Evrópuþinginu eftir kosningar til þess í maí á næsta ári geti verið í höndum flokka og framboða sem ýmist eru andvígir Evrópusambandinu eða teljast til stjórnmálaafla yzt á hægri kantinum.
Holland leggur fram bankatryggingu fyrir Grænfriðunga
Stjórnvöld í Hollandi eru að ganga frá 3,6 milljón evra bankatryggingu, sem mundi þýða að þeir 30 fulltrúar Grænfriðunga, sem voru handteknir í Norðurhöfum í september gætu farið frá Rússlandi og jafnframt yrði Arctic Sunrise afhent eigendum sínum. Frá þessu segir Barents Observer. Þar kemur fram að hiollenzka utanríkisráðuneytið hafi gengið frá málinu af sinni hálfu sl.
Grænland/Danmörk leggja fram kröfur um 62 þúsund ferkílómetra af hafsbotni norðaustur af Grænlandi
Grænland/Danmörk hafa lagt fram formlegar kröfur um yfirráð yfir 62 þúsund ferkílómetrum af hafsbotni norðaustur af Grænlandi. Jafnframt er gert ráð fyrir að ríkin tvö geri á næsta ári kröfur um stórt svæði norður af Grænlandi, sem í raun mundi þýða yfirráð yfir Norðurpólnum.
Spánn: Lýðflokkurinn mundi tapa þingmeirihluta skv. nýrri könnun
Ný skoðanakönnun, sem spænska dagblaðið El País birti um helgina sýnir að Lýðflokkurinn (PP) mundi tapa 40 þingsætum ef kosið yrði nú en eftir sem áður vera stærsti flokkur landsins með 146 þingsæti af 350. Sósíalistaflokkurinn mundi bæta við sig 21 þingsæti og fá samtals 131 þingsæti. Miðflokkurin...
Olli Rehn: Ítalir greiða skuldir ekki nógu hratt niður
Ítali er borga skuldir sínar ekki nógu hratt niður, segir Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samtali við ítalska dagblaðið La Republica í morgun. Hann segir að Ítalir eigi að halda ákveðnum hraða í niðurgreiðslu skulda, sem þeir geri ekki. Þeir hefðu átt að lækka skuldir sem nemi 0,5% af vergri landsframleiðslu en skuldalækkun nemi aðeins 0,1% af vlf.
Fráleitur samanburður á Úkraínu og Íslandi
Þeir sem líta til stöðu Íslands á alþjóðavettvangi með ESB-gleraugum sjá með þeim hliðstæður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Óðinn Jónsson, fréttastjóri ríkisútvarpsins, í Morgunblaðinu þriðjudaginn 3. desember að hann ætli að ræða við lögregluna um hvers vegna fréttastofa ríkisútvarpsins og aðrir fjölmiðlar hafi ekki látnir vita af umsátursástandinu í Hraunbæ í gærmorgun. „Mér finnst það mjög umhugsunarvert,“sagði Óðinn...
Stjórnarandstaðan hefur sjálf komið sér í þá stöðu að skipta ekki máli
Það er eftirtektarvert - og reyndar lærdómsríkt - að fylgjast með því hvað stjórnarandstaðan skiptir litlu máli í fyrstu umræðum um tillögur ríkisstjórnarinnar um lausn á skuldavanda heimilanna. Ástæðan er sú að almenningur finnur að viðbrögð stjórnarandstöðunnar eru venjubundin flokkspólitísk viðbrögð, sem hafa ekkert með efni málsins að gera.