« 4. desember |
■ 5. desember 2013 |
» 6. desember |
Danski flotinn semur um þriðja sérsmíðaða eftirlitsskipið
Danski flotinn býr sig undir að skrifa undir smíðasamning um þriðja eftirlitsskipið sem einkum er ætlað til siglinga á norðurslóðum.
NSA fylgist með farsímum um heim allan
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) safnar daglega nærri fimm milljörðum skrásetninga um hvar finna megi farsíma á víð og dreif um heimsbyggðina.
Lúxemborg: Juncker hverfur úr embætti forsætisráðherra eftir 19 ára setu
Xavier Bettel hefur tekið við embætti forsætisráðherra í Lúxemborg af Jean-Claude Juncker sem setið hafði lengst allra innan ESB sem forsætisráðherra, í 19 ár.
Kanadamenn með 656.000 fermílna landgrunnskröfu í Norður-Íshafi
Frestur Kanadastjórnar til að setja fram kröfur við landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um yfirráð yfir hafsbotni utan 200 sjómílna rennur út föstudaginn 6. desember. Talið er líklegt að gerð verði krafa af hálfu Kanada um eignarhald á allt að 656.000 fermílum af langrunni utan 200 mílnanna í Norður-...
Finnland: Rætt um járnbrautarsamgöngur frá Lapplandi til Noregs eða Rússlands
Nú er rætt um að byggja upp járnbrautarsamgöngur frá Lapplandi til hafnar annað hvort í Noregi eða í Rússlandi. Talið er að slík járnbrautartenging frá Rovaniemi í Finnlandi til Kirkenes í Noregi mundi kosta um 3,2 milljarða evra. Í Lapplandi eru miklar járngrýtisnámur og nýjar námur eru í undirbúningi um 150 kílómetra frá Rovaniemi. Vegalengdin þaðan til Kirkenes er um 520 kílómetrar.
Svíar hjálpa NSA við upplýsingaöflun um Rússland
Svíar hafa hjálpað bandarísku njósnastofnuninni NSA við að safna saman upplýsingum um Rússland skv. því sem fram kemur í skjölum, sem Edward Snowden hefur komið á framfæri. Upplýsingum sem sænska leyniþjónustan hefur safnað um rússneska stjórnmálamenn hefur verið komið í hendur Bandaríkjamanna.
Frakkland: Verkfall kennara leiðir til lokunar flestra grunnskóla í dag
Um helmingur grunnskóla í Frakklandi er lokaður í dag vegna verkfalls kennara. Verkfallið beinist að umdeildum umbótum í skólakerfinu. Kennarar vilja að stjórnvöld dragi þær hugmyndir til baka. Samtök kennara telja að um fjórir af hverjum tíu kennurum taki þátt í aðgerðunum, sem hafa leitt til þess að flestir skólar hafa lokað eða eru með mjög takmarkaða starfsemi.
Finnar vilja leiðtogafundi Norðurskautsráðs og sérstakan sáttmála um starfsemi þess
Finnar vilja styrkja stöðu Norðurskautsráðsins (Arctic Council) með því að efna til leiðtogafundar þeirra ríkja, sem að því standa en fram að þessu hafa það verið utanríkisráðherrar aðildarríkjanna, sem hafa haldið fundi og rætt um framtíðarmál norðurslóða. Þetta kom fram í ræðu, sem Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, fluttií fyrradag.
Rökrétt ákvörðun ESB - utanríkisráðuneyti í fýlu
Utanríkisráðuneyti Íslands er önugt í yfirlýsingu sem það sendi frá sér þriðjudaginn 3. desember vegna ákvörðunar sem því var kynnt daginn áður um að ESB mundi slíta tafarlaust öllu samstarfi um IPA-styrkina, aðlögunarstyrki ESB. Ráðuneytið sagði meðal annars í yfirlýsingu sinni: „Utanríkisráð...
Fallandi gengi þriggja stjórnarandstöðuflokka
Fallandi gengi þriggja stjórnarandstöðuflokka í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem Morgunblaðið birtir í dag sýnir tvennt: Annars vegar er ljóst að tapað traust Samfylkingar og VG eftir fjögurra ára stjórnarferil ristir dýpra en jafnvel andstæðingar þeirrar ríkisstjórnar hafa áttað sig á.