« 6. desember |
■ 7. desember 2013 |
» 8. desember |
Danmörk: Óttast um fimm víkingaskip í óveðri í Hróarskeldu
Fimm um 1.000 ára gömul víkingaskip eru geymd í safni niður við sjó í Hróarskeldu á Sjálandi um 30 km fyrir vestan Kaupmannahöfn. Í miklu óveðri sem gekk yfir Danmörku föstudaginn 6. desember og aðfaranótt hins 7. desember óttuðust menn að skipin yrðu fyrir tjóni stæðist hús Víkingaskipasafnsins ekk...
Samtök danskra kaupskipaútgerða, Dansk Rederiforening, og danska siglingamálastofnunin, Søfartsstyrelsen, hafa tekið til við að móta stefnu um skipaferðir á norðurslóðum með það fyrir augum að tryggja öryggi við sjóflutninga við Grænland. Athygli vekur að hvorki er minnst á Eimskip né Íslendinga í fréttum um málið.
Úkraínumenn og Rússar ræða um verð á gasi
Rússar segja að viðræður við Úkraínumenn í Svartahafsborginni Sotsji hafi minnkað bilið milli aðila um verð á rússnesku gasi. Hlé hefur verið gert á viðræðunum. Úkraínumenn eru háðir gasi frá Rússlandi en Gazprom, rússneski söluaðilinn, kvartaði nýlega undan töfum á greiðslum frá stjórnvöldum í Kiev.
Ewa Björling: Samkomulagið á fundi WTO í Balí sögulegt
Viðskiptaráðherra Svíþjóðar Ewa Björling segir að samkomulag sem náðst hefur á fundi WTO á Bali sé sögulegt en 160 ríki standa að samkomulaginu. Markmið þess er að draga úr kostnaði við viðskipti á milli landa. Það á að vera auðveldara og fljótlegra að stunda slík viðskipti. Björling telur að samkomulagið geti aukið verga landsframleiðslu á heimsvísu um 245 milljarða dollara.
Ítalía: Um 106 þúsund fluttu á brott árið 2012
Um 106 þúsund Ítalir fluttu frá Ítalíu árið 2012 í leit að vinnu annars staðar að því er kemur fram í tölum frá Censis-stofnuninni á Ítalíu. Þetta er 115% aukning frá árinu 2002 þegar um 50 þúsund manns fóru frá Ítalíu. Meira en helmingur þeirra sem yfirgaf landið árið 2012 var undir 35 ára aldri. Atvinnuleysi ungs fólks á Ítalíu var í október sl.
Barroso: Evrópubúar verða að snúast til varnar fyrir Evrópu
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti Evrópubúa til þess í samtali við AFP fréttastofuna að snúast til varnar fyrir Evrópu gegn öfgaöflum til þess að rjúfa þögnina og sýna kjark. Barroso hvetur til þess að öfgamenn verði ekki látnir komast upp með að leika sér að tilfinningum fólks vegna evrukreppunnar.
Úkraína: Yanukovich hitti Pútín við Svartahaf-„meiri háttar“ samningar í aðsigi
Viktor Yanukovich, forseti Úkraína kom við hjá Pútín, forseta Rússlands á leið heim frá Kína. Hann hafði viðkomu í Sochi við Svartahaf þar sem Pútín tók á móti honum. Markmiðið með fundinum var að sögn Reuters að leggja grundvöll að nýjum pólitískum samstarfssamningi á milli Rússlands og Úkraínu.
Vestnorrænir þingmenn segja ESB til syndanna
Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins mótmælti og fordæmdi harðlega hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Færeyjum og Íslandi vegna makrílveiða landanna og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða á fundi forsætisnefndarinnar og fulltrúa Evrópuþingsins, segir í frétt Morgunb...
Þýzkaland og ESB II: Roosevelt vildi refsa Þýzkalandi og lama það
Skömmu áður en Adolf Hitler, þá kanslari Þýzkalands framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sínu í Berlín í lok apríl 1945 er eftirfarandi haft eftir honum: "Með falli Ríkisins (Reich) og meðan beðið er eftir framsókn Asíuþjóða, Afríkumanna og kannski þjóðernissinna í Suður-Ameríku verða í heiminum aðeins tvö stórveldi, sem hafa getu til þess að ögra hvort öðru - Bandaríkin og Sovétríkin.
Alþingi, Assange og Birgitta - rannsóknar er þörf
Enn á ný berast furðufréttir tengdar Julian Assange, WikiLeaks og Íslandi.
Er VG með eða á móti aðild að ESB?
Á stjórnmálavakt Evrópuvaktarinnar í dag er að því vikið að nú sé stund ákvarðana í Evrópusambandsmálum að renna upp fyrir ríkisstjórnina. Hún þurfi að taka ákvörðun um hvernig aðildarferlinu verði lokið. En fleiri þurfa að taka afstöðu en stjórnarflokkarnir. Hið sama á við um fyrrverandi stjórnarflokka. Er VG með eða á móti aðild að Evrópusambandinu?