Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Mánudagurinn 9. desember 2013

«
8. desember

9. desember 2013
»
10. desember
Fréttir

Lög­regla lætur til skarar skríða gegn mótmælendum í Kiev - stjórnar­andstaðan segir brotist inn í skrifstofur sínar

Lög­regla hefur tekið til við að leysa upp búðir mótmælenda við opinberar byggingar í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Stjórnar­andstæðingar segja að lög­regla hafi einnig ráðist á flokksskrifstofu sína.

Þýzkaland: Ungir jafnaðarmenn andvígir stjórnar­samstarfi með Kristilegum

Ungir jafnaðarmenn í Þýzkalandi eru andvígir þátttöku SPD í ríkis­stjórn með Angelu Merkel. Samtök þeirra tóku ákvörðun sl. laugardag um að greiða atkvæði gegn stjórnar­samstarfinu.

Finnland: Óeirðir á þjóðhátíðardegi

Til átaka kom á þjóðhátíðardegi Finna í Tampere í vesturhluta landsins. Um 200 mótmælendur birtust þar sem formleg hátíðahöld fóru fram. Þeir veltu um öryggisgirðingum og kveiktu á flugeldum. Tæplega 30 einstaklingar voru handteknir. Eitthvað var um að rúður væru brotnar í húsum. Flöskum var kastað í lög­reglumenn. Lög­reglan notaði táragas.

Ítalía: Matteo Renzi kjörinn formaður Lýðræðis­flokksins

Matteo Renzi, borgar­stjóri í Flórens var í gær kjörinn formaður hins vinstri sinnaða Lýðræðis­flokks á Ítalíu, sem á rætur í hinum gamla kommúnista­flokki landsins. Flokkurinn á aðild að núverandi ríkis­stjórn. Renzi er 38 ára gamall og fékk um 68% atkvæða. Ítalíuútgáfa evrópska vefmiðilsins TheLocal segir að um 2,5 milljónir kjósenda hafi tekið þátt í atkvæða­greiðslunni.

Kænugarður: Þúsundir mótmælenda í miðborginni í nótt

Þúsundir mótmælenda höfðust við í miðborg Kænugarðs í nótt eftir mótmæli gærdagsins, þótt kalt sé í veðri. BBC segir mótmælendur hafa gefið Yanukovych, forseta landsins 48 klukkustundir til að setja ríkis­stjórn landsins af. Fréttamaður BBC á staðnum segir að það hafi aukið á spennu í borginni, þegar styttan af Lenín var felld af stalli.

ESB ákveður að loka sendiskrifstofu á Vanuatu-eyjaklasanum í S-Kyrrahafi - kenndi krikket og setti upp leikrit

Breska blaðið The Daily Telegraph birtir greina­flokk um útgjöld Evrópu­sambandsins um þessar mundir og dregur mánudaginn 9. desember athygli að utanríkis­þjónustu sambandsins, European External Action Service (EEAS) sem blaðið segir „ótrúlega stóra og að mestu leyti án þess að unnt sé að réttlæta“ sta...

Leiðarar

Stefnufesta og „mýkingar­greiðslur“

Ónafngreindur vestrænn diplómat segir í samtali við Financial Times, að Kínverjar „vilji kaupa Ísland“. Þetta er óvenjulegt tal að því leyti að sjaldgæft er að þetta sé sagt berum orðum en segir hins vegar mikla sögu um það hvernig aðrar þjóðir meta augljósan en sérstakan áhuga Kínverja á Íslandi. K...

Í pottinum

Sami vandi í kjarasamningum áratug eftir áratug

Það er ekki nýtt að kjarasamningar strandi á því, hvernig hægt sé að tryggja lægst launaða fólkinu kjarabætur umfram aðra. Það hefur nánast alltaf reynzt óframkvæmanlegt.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS