« 9. janúar |
■ 10. janúar 2014 |
» 11. janúar |
Bretland: Lög um ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu á rekspöl í lávarðadeild
Lávarðadeild breska þingsins lauk föstudaginn 10. janúar sjö tíma umræðu um þingmannafrumvarp frá neðri deild þingsins þar sem mælt er fyrir um að árið 2017 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Bretlands að ESB. Hugsanlegt er talið að frumvarpið „falli á tíma“ vegna þingskapareglna um meðferð þi...
Þýska vikublaðið Der Spiegel birti í 2. tbl. 2014 sem kom út 6. janúar grein eftir Guido Mingels undir fyrirsögninni: Upp úr hyldýpinu: Leit að lærdómi af endurreisn Íslands. Greinin kom í enskri þýðingu á vefsíðunni Spiegel Online föstudaginn 10. janúar. Hér birtist útdráttur úr henni. Það sem ger...
Ljóstrað upp um ástarsamband Frakklandsforseta við leikkonu
François Hollande Frakklandsforseti er sagður eiga í ástarsambandi við leikkonuna Julie Gayet.
Juncker vill í forsæti ESB - lýst sem drykkfelldum stórreykingamanni- nafni Christine Lagarde hreyft
Jean-Claude Juncker, fráfarandi forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherrahóps evrunnar í 10 ár, hefur lýst áhuga á að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann áréttaði þetta í samtali við þýsku RBB-útvarpsstöðina fimmtudaginn 9. janúar. Leiðin kann að verða torsótt. Juncker sækist e...
Mario Draghi: Of snemmt að segja að evrukreppunni sé lokið
Mario Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu sagði í gær að það væri of snemmt að líta svo á að evrukreppan væri afstaðin. Hann sagði það ofmælt hjá José Manúel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem spáði því í fyrradag, miðvikudag, að evrukreppan mundi líða hjá á þessu ári. Hann sagði efnahagsstöðuna viðkvæma og herti á skuldbindingum SE um lága vexti.
Marine Le Pen vill samstarf við Ukip um að fella þann „Berlínarmúr“ sem Brussel sé
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, segir að flokkur hennar og Ukip í Brtelandi eigi meira sameiginlegt en Nigel Farage, formaður Ukip vilji vera láta.Hún hvetur til þess að flokkarnir taki höndum saman um að fella þann „Berlínarmúr“ sem Brussel sé. Hún segir að Ukip forðist sam...
Svíþjóð: Koungur fer til Noregs-fékk „nýjar upplýsingar“
Sænska konungshirðin hefur tilkynnt að Carl Gustav Svíakonungur og drottning hans muni þrátt fyrir fyrri ákvörðun koma til Noregs í tilefni af 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar. Að sögn hirðarinnar hefur konungur fengið „nýjar upplýsingar“ um málið.
ESB: Viviane Reding sakar Cameron um lygar
Viviane Reding, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sakar David Cameron, forsætisráðherra Breta um að magna upp hræðslu hjá fólki vegna innflytjenda frá Austur-Evrópu og bætir því við að hann ljúgi að almenningi til að draga athygli frá raunverulegum vandamálum, sem Bretar standi frammi fyrir.
Danmörk: Paul Krugman hefur áhyggjur af nýrri ísöld í efnahagsmálum
Er ný ísöld framundan í efnahagsmálum? Í ræðu Paul Krugmans á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í gær, sem sagt hefur verið frá í fréttum Evrópuvaktarinnar komu fram áhyggjur Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði af því að svo gæti verið vegna hættu á verðhjöðnun í Evrópu.
Hinir „svörtu sauðir“ Norðurlanda
Það er óneitanlega athyglisvert fyrir okkur Íslendinga í ljósi umræðna hér á síðustu árum að kynnast sýn Paul Krugmans, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði á efnahagsmál um þessar mundir eins og hún birtist í ræðu hans á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í gær.
4. grein: Sýn utanríkis- og öryggismálastjórans – viðfangsefni fyrir Íslendinga
Hér er í fimm greinum gerð grein fyrir samskiptum Íslands og ESB á sviði utanríkismála, þó einkum með tilliti til öryggis- og varnarmála.
Um heilbrigðisþjónustu og grundvallarsjónarmið
Fréttir um að stór hluti landsmanna láti vera að fara til læknis vegna kostnaðar þurfa ekki að koma á óvart. Það er liðin tíð að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé nánast ókeypis. Það getur kostað verulega peninga að fara á heilbrigðisstofnun eins og þeir hafa kynnst, sem hafa þurft á því að halda.