« 10. janúar |
■ 11. janúar 2014 |
» 12. janúar |
Öryggismál Norðurlanda: Finnar hafa áhyggjur af andvaraleysi Svía
Varnir Svía eru svo veikar að það getur raskað stöðugleika og öryggi í næsta nágrenni okkar.
Danski flotinn fær stærsta herskip sitt til þessa - ekki smíðað fyrir norðurslóðir
Danir hafa á ný eignast freigátu og fleiri eru í smíðum; danski flotinn fékk fimmtudaginn 9. janúar yfirráð yfir stærsta skipi sínu til þessa, freigátunni Peter Willemoes. Skipið er sérbúið sem anti-air-warfare-freigáta, það er til loftvarna. Um er að ræða freigátu af svonefndri Iver Huitfeldt-ger...
Frakkland: Dieudonné hættir við Múrinn
Franski skemmtikrafturinn Dieudonné hefur hætt við að flytja Múrinn, eins manns sýningu sem hann ætlaði með til margra borga Frakklands.
Kíev: Fyrrverandi innanríkisráðherra laminn af lögreglu
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan dómshús í Kiev, höfuðborg Úkraínu, að kvöldi föstudags 10. janúar þegar hópur fólks mótmælti sakfellingu yfir þremur mönnum sem höfðu fyrr um daginn verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa ætlað að eyðileggja styttu af Lenín við Kíev-flu...
Noregur: Rússar íhuga bann á norskt kjöt og mjólkurvörur
Barents Observer segir að rúsnesk yfirvöld íhugi nú að banna innflutning á kjöti og mjólkurvörum frá Noregi af heilbrigðisástæðum. Það er sama stofnun og sagt er frá í annarri frétt hér á Evrópuvaktinni, (Rosselkhoznadzor) að hafi verið staðinn að því að banna innflutning á fiski frá Noregi í samstarfi við rússneska innflytjendur og vinnsluaðila.
Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi segja að ólöglegur einokunarhringur í fiskinnflutningi hafi með samstarfi við eftirlitsaðila átt þátt í að banna innflutning á fiski frá Noregi á þeirri forsendu að nægilegs hreinlætis væri ekki gætt.
Sviss: Meirihluti andvígur kvóta á innflytjendur frá ESB-ríkjum
Meirihluti Svisslendinga eru andvígir því að setja takmörk á fjölda innflytjenda frá ESB-löndum skv. því sem fram kemur í könnun, sem birt var í gær.
Skotland: Stjórnendur fyrirtækja þora ekki að lýsa andstöðu við sjálfstæði
Stjórnendur stórra fyrirtækja í Skotlandi þora ekki að lýsa yfir andstöðu við sjálfstæði Skotlands að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Þeir óttast að þeim verði refsað með einhverjum hætti.
Bretland: Gordon Brown vill aukna heimastjórn Skota í eigin málum
Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Breta mun blanda sér í umræður um sjálfstæði Skotlands í dag að sögn Daily Telegraph, sem bersýnilega hefur ræðu Brown undir höndum.
Undirgefni við ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum - ringulreið í ráðuneyti
Hér á síðunni hafa í þessari viku birst fimm pistlar um stefnu Evrópusambandsins í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum auk þess sem vísað hefur verið til gagna sem íslensk stjórnvöld hafa birt um þessi mál vegna aðildarviðræðnanna við fulltrúa ESB undanfarin ár.
5. og lokagrein: Leiðtogaráðið ályktar – íslenskir hagsmunir
Hér hefur í fimm greinum verið gerð grein fyrir samskiptum Íslands og ESB á sviði utanríkismála, þó einkum með tilliti til öryggis- og varnarmála.
Framsóknarmanni blöskrar aðför fréttastofu að forseta og forsætisráðherra
Hér var vakin athygli á því strax daginn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti áramótavarp sitt að þann dag, nýársdag, kallaði fréttastofa ríkisútvarpsins Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, á vettvang til að snúa út úr ávarpinu. Fleira sigldi síðan í kjölfarið hjá fréttastofunni vegna nýársávarps forseta Íslands.
Stjórnarandstaðan er utan gátta í þjóðfélagsumræðum
Það vekur athygli hvað stjórnarandstaðan er utan gátta í öllum þjóðfélagsumræðum um þessar mundir. Hún vissi ekkert hvernig hún átti að bregðast við tillögum ríkisstjórnarinnar um lausn á skuldavanda heimilanna. Hún hefur bersýnilega ekkert fram að færa um það stóra mál, sem málefni gömlu föllnu bankanna eru.