Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Sunnudagurinn 9. febrúar 2014

«
8. febrúar

9. febrúar 2014
»
10. febrúar
Fréttir

Sviss: Naumur meirihluti vill taka upp kvótakerfi vegna innflytjenda - sett verður ákvæði í stjórnar­skrá um að fjöldi innflytjenda taki mið af efnahag Sviss

Kjósendur í Sviss samþykktu sunnudaginn 9. febrúar að „binda enda á fjöldakomu innflytjenda“. Meirihlutinn að baki samþykktinni var mjög naumur 50,3%. Tillagan um þjóðar­atkvæða­greiðsluna kom frá hægri­flokknum SVP, Þjóðar­flokknum. Markmiðið er að setja kvóta um fjölda innflytjenda og semja við ESB um...

Þáttaskil í afkomu NYT: Meiri tekjur af áskrifendum en auglýsendum

Rafrænum áskrifendum að The New York Times (NYT) fjölgaði um 19% árinu. Blaðið hefur meiri tekjur af sölu áskriftar en auglýsinga. Tekjur NYT drógust saman á árinu 2013 en stefnan sem mótuð var árið 2011 um sölu áskriftar á netinu hefur sannað gildi sitt. Reikningar NYT og hinnar alþjóðlegu útgáfu blaðsins (fyrrv.

Sviss: Þjóðaratkvæða­greiðsla í dag um takmörkun á innflytjendur

Í dag fer fram í Sviss þjóðar­atkvæða­greiðsla um hvort takmarka eigi rétt innflytjenda frá ESB-ríkjum til að setjast að í Sviss. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti Svisslendinga er þessu andvígur. Hins vegar hefur munurinn minnkað stöðugt. Í Sviss búa 8 milljónir manna en í aðildarríkjum ESB 500 milljónir manna.

Þýzka bankakerfið eitt það versta í heimi-segir ráðgjafi Bretlands­stjórnar

Bankar á evru­svæðinu standa frammi fyrir 50 milljarða gati á efnahagsreikningi sínum að mati David Serra, for­stjóra fjármála­fyrirtækis að nafni Algebris, sem veitir ríkis­stjórn Bretlands ráðgjöf um bankamál. Hann segir líklegt að álagspróf, sem bankarnir verða að undirgangast síðar á þessu ári leiði þetta í ljós.

Í pottinum

Ólík efnistök fréttastofu vegna flokksvals Samfylkingar og prófkjörs sjálfstæðis­manna

Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins sunnudaginn 9. febrúar var sagt frá flokksvali Samfylkingar­innar vegna borgar­stjórnar­kosninganna í Reykjavík. Helsti fréttapunkturinn var að Skúli Helgason, fyrrv. alþingis­maður, hefði þurft 14 atkvæði til viðbótar til að ná þriðja sæti á listanum sem Hjálmar Sveinss...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS