Aftenposten: Jens Stoltenberg verður næsti framkvæmdastjóri NATO
Norska blaðið Aftenposten fullyrðir sunnudaginn 23. mars að Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verði næsti framkvæmdastjóri NATO. Á vefsíðu blaðsins segir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, og François Hollande Frakklandsforseti styðji hann til embættisins. Hvorki Jens ...
Frakkland: Sósíalistar tapa í sveitarstjórnaskosningum - söguleg fylgisaukning Þjóðfylkingarinnar
Franska Þjóðfylkingin bætti verulega við sig fylgi í fyrri umferð sveitarstjórnakosninganna sunnudaginn 23. mars. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, mið-hægri UMP-flokkurinn, styrkti stöðu sína. Sósíalistar hlutu slæma útreið í kosningum en þeir fara nú með stjórn Frakklands. Útgönguspá sýndi 43% ...
Finnland: Meira en helmingur styður varnarbandalag við Svía
Meira en helmingur Finna mundi styðja varnarbandalag milli Finnlands og Svíþjóðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun í Finnlandi sem sýnir að mesti stuðningur við slíka hugmynd er hjá þeim, sem eru eldri en 50 ára og yngri en 25 ára. Könnunin var gerð fyrir Yle-fréttastofuna finnsku, sem segir frá henni.
Tímósjenkó segir Pútín hafa skotið Úkraínu úr hendi sér - varar við rússneskri innrás
Julia Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, telur að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi skotið Úkraínu úr hendi sér með því að viðurkenna og síðan innlima Krím í Rússland. Hún hvetur Úkraínumenn til að búa sig undir að berjast komi til hernaðarátaka.
Norskir og sænskir rithöfundar styðja sjálfstæðisbaráttu Skota með opnu bréfi
Skoskt blað birtir sunnudaginn stuðningsyfirlýsingu þekktra norskra og sænskra rithöfunda við sjálfstæðisbaráttu Skota.
Steinmeier óttast að átökin á Krímskaga breiðist út
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýzkalands, kom í heimsókn til Úkraínu í gær og segir í samtali við þýzka blaðið Welt am Sonntag í dag að hann óttist að átökin á Krímskaga eigi eftir að breiðast út. Hann segist hafa áhyggjur af því að tilraunir til að breyta landamærum í Evrópu 25 árum eftir lok kalda stríðsins og gegn ákvæðum alþjóðalaga geti leitt til frekari vandræða.
Ný könnun: Finnar óttast ekki Rússa-hafa efasemdir um refsiaðgerðir
Finnar hræðast ekki Rússa ef marka má nýja könnun, sem Yle-fréttastofan finnska segir frá. Niðurstaða hennar sýnir að einungis einn af hverjum fjórum telja að Rússar muni ógna öryggi Finna í framtíðinni. Um 75% telja að svo verði ekki. Könnunin sýnir að ekki hefur orðið breyting á þessari afstöðu á undanförnu einu ári þrátt fyrir atburðina í Úkraínu.
Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Madrid í gær til þess að mótmæla fátækt og aðhaldsaðgerðum, sem Evrópusambandið hefur þvingað Spán til að grípa til. Mótmælin voru í upphafi friðsamleg en það breyttist. Til átaka kom og lögreglan beitti gúmmíkúlum. Sumir mótmælendur hófu að kasta grjóti og flöskum að óeirðalögreglu.
Í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari voru skiptar skoðanir um það í öðrum löndum hvernig takast ætti á við Adolf Hitler. Í Bretlandi skiptust menn í tvo hópa, þá sem hylltu Chamberlain, þegar hann kom heim frá Munchen og hina, sem mótmæltu því sem kallað var friðþæging og þeir töldu að mundu engum árangri skila. Hinir síðarnefndu höfðu rétt fyrir sér.