Barack Obama um NATO: „Öflugasta og virkasta bandalag í mannkynssögunni
Barack Obama Bandaríkjaforseti ræðir sjaldan við erlenda blaðamenn.
Forsætisráðherra Noregs vill að sem fyrst verði tekið af skarið um nýjan framkvæmdastjóra NATO
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, vill að það dragist ekki á langinn að finna nýjan framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hún vill ekkert segja um stöðu Jens Stoltenbergs, formanns Verkamannaflokksins, stærsta norska stjórnarandstöðuflokksins sem norskir fjölmiðlar fullyrða að fái e...
Juncker vill að ESB semji við Moldóva til að bjarga þeim undan ofríki Rússa
Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, og oddviti mið-hægriflokksins, EPP, í komandi kosningum til ESB-þingsins hvatti ESB í viðtali við Welt am Sonntag 23. mars til að standa gegn því að Moldóva yrði næsta „fórnarlamb“ Rússa. Vill Juncker að ESB taki strax höndum saman við ...
Er Transnistria í Moldovu næst á dagskrá Rússa?
Einn af æðstu hershöfðingjum Atlantshafsbandalagsins, Philip Breedlove, varar við því að næstu aðgerðir Rússa í Evrópu kunni að snerta lítinn part af Moldovu, en þar býr fólk sem er hliðhollt Rússlandi.Um er að ræða svæði sem nefnist Transnistria. Þar býr rússneskumælandi fólk sem hefur lýst yfir ...
Skotland: Dregur saman með sjálfstæðissinnum og andstæðingum
Ný könnun sem gerð var fyrir Scotland on Sunday sýnir að það dregur verulega saman með sjálfstæðissinnum í Skotlandi og andstæðingum sjálfstæðis. Könnunin sýnir að 39% ætla að greiða atkvæði með sjálfstæði sem er tveggja prósentustiga aukning á milli mánaða en 46% eru andvígir sjálfstæði og hefur þeim fækkað úr 49% í febrúar.
Evrópa er samfélag fólks sem getur ekki gleymt
Framundan eru tímar óróa og óvissu í Evrópu. Dag hvern berast nýjar fréttir af því ofbeldi sem Rússar beita til að innsigla tök sín á Krímskaga. Ráðamenn í Úkraínu búa sig undir það versta í austurhluta landsins. Þótt einstaka ráðamenn í Moskvu segi að Rússar hyggist ekki ráðast inn í þann hluta Úkraínu tekur engin mark á því sem þeir segja.
Reykjavík: Fimm framboð á vegum vinstri manna!
Það verða fimm flokkar á vinstri kantinum, sem bjóða fram til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor: Samfylkingin, Björt Framtíð/Bezti flokkur, sem er einhvers konar klofningur úr Samfylkingu, Vinstri grænir, Dögun undir forystu Þorleifs Gunnlaugssonar, sem áður tilheyrði VG og Alþýðufylkingin. Fimm framboð auk Pírata, sem kannski er erfiðara að staðsetja.