« 26. apríl |
■ 27. apríl 2014 |
» 28. apríl |
Orðrómur um ríkidæmi Vladmírs Pútíns Rússlandsforseta hefur ekki verið staðfestur en The New York Times (NYT) segir sunnudaginn 27. apríl að tölurnar sem nefndar séu spanni bilið frá 40 milljörðum til 70 milljarða dollara. Eigi þetta við rök að styðjast sé hann auðugasti þjóðarleiðtogi mannkynssögun...
Katalónía leitar stuðnings annarra þjóða við sjálfstæði
Stjórnvöld í Katalóníu á Spáni hafa nú opnað vefsíður á ensku, frönsku og þýzku og er markmiðið að auka stuðning í öðrum löndum við sjálfstæði Katalóníu. Spænska dagblaðið El País,segir að á vefsíðunni segi að sjálfstæðisbarátta Katalóníu snúist ekki um almenna pólitík heldur endurspefgli hún vilja fólksins í Katalóníu.
Bretland: Kornbretar fá viðurkenningu sem sjálfstætt þjóðarbrot
Gömul þjóð, sem býr á suðvesturodda Bretlands og telur um 540 þúsund manns, hefur nú fengið viðurkenningu evrópskrar stofnunar sem sérstakt þjóðarbrot. Þetta er fólkið sem býr á Cornwall, sem skv. Wikipedíu var kallað Kornbretaland í gömlum íslenzkum bókum. Alaska Dispatch, sem segir frá þessu segir að Kornbretar hafi misst sjálfstæði sitt fyrir 1000 árum.
Svíar auka framlög til hermála um 12% á næstu tíu árum
Svíar ætla að auka framlög til hernaðarmála um 5,5 milljarða sænskra króna í áföngum. Peningarnir koma aðallega frá niðurskurði á framlögum til umhverfismála og á kostnaði vegna samstarfs um kjarnorkumál við Rússa. Frá þessu segir Barents Observer. Ástæðan er sú aukna hætta sem sænska ríkisstjórnin telur Svía standa frammi fyrir vegna Úkraínumálsins. Þessi aukning kemur fram á næstu 10 árum.
Hvar er nýja fólkið í Framsóknarflokknum?
Það segir nokkra sögu að enn snúast fréttir fjölmiðla um Guðna Ágústsson, þótt hann hafi lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til framboðs á vegum Framsóknarflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ætla hefði mátt að í framhaldi af þeirri yfirlýsingu beindist athyglin að öðrum nöfnum. Svo er ekki enn sem komið er. Hvað veldur?