Ný alþjóðleg könnun: Meiri andúð á Gyðingum á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum
Samkvæmt könnun sem samtök sem á ensku nefnast Anti-Defamation League, sem eru samtök á vegum Gyðinga, hafa framkvæmt í 100 löndum, hafa Íslendingar meiri andúð á Gyðingum en aðrar Norðurlandaþjóðir, þótt litlu muni á okkur, Norðmönnum og Finnum. Samkvæmt könnuninni hafa 16% Íslendinga andúð á Gyðingum. Mikill munur er á afstöðu karla og kvenna. Um 24% karla hafa andúð á Gyðingum en 8% kvenna.
ESB-dómstóllinn telur menn eiga „rétt til að gleymast“ í netheimum - heitar umræður um heim allan
ESB-dómstóllinn gaf þriðjudaginn 13. maí hæstarrétti Spánar álit í máli sem snýst um „réttinn til að gleymast“ í netheimum. Google á að fjarlægja úr leitarvél sinni það sem almennum borgunum finnst ekki skipta máli varðandi sig, vera ófullnægjandi eða úrelt. Álitið hefur vakið miklar umræður um heim...
Skilríkjalausu farandfólki fjölgaði mjög á Schengen-svæðinu á árinu 2013
Farandfólki og flóttamönnum sem komu á ólöglegan inn á Schengen-svæðið í Evrópu fjölgaði mjög á árinu 2013. Þar munar mest um Sýrlendinga og Eritreumenn en fjöldi þeirra skiptir tugum þúsunda. Þetta kemur fram í skýrslu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu, sem birt var miðvikudaginn 14. maí. Þar s...
Leiðtogi þýskra jafnaðarmanna segir ESB að hluta til ábyrgt fyrir stöðunni í Úkraínu
Sigmar Gabriel, efanhagsmálaráðherra Þýskalands og leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, segir að ESB beri hluta ábyrgðar á því hvernig mál hafi þróast í Úkraínu með því að gefa á sínum tíma til kynna að ráðamenn í Kænugarði yrðu að velja á milli Rússlands og ESB. Gabriel sagði þetta miðvikudaginn 14. maí...
Rússland: Hugmyndir um nýja evrópsk-asíska söngvakeppni
Rússar ætla að koma upp nýrri evrópsk-asískri söngvakeppni með bandamönnum sínum, sem heldur í heiðri „hefðbundin siðferðileg gildi“. Frá þessu segir í austurrískri útgáfu evrópska vefmiðilsins TheLocal. Tillögur um þetta hafa komið frá þingmönnum í Rússlandi, sem hafa gripið tækifærið vegna vaxa...
Finnland: Meiri efasemdir um aðhaldsaðgerðir
Finnar hafa verið í hópi helztu stuðningsmanna aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum á evrusvæðinu en ný könnun á vegum finnska dagblaðsins Helsinki Sanomat bendir til þess að stuðningur við þá stefnu sé dvínandi meðal almennings í Finnlandi. Meira en einn af hverjum fjórum lýstu efasemdum í könnun blaðsins. Hins vegar reyndust flestir svarendur hlynntari aðhaldi en auknum lántökum.
Nýjar refsiaðgerðir Vesturlanda geta haft áhrif á olíuvinnslu á Norðurslóðum
Frekari refsiaðgerðir, sem Vesturlönd undirbúa á hendur Rússum vegna Úkraínu geta haft áhrif til lengri tíma á olíuboranir Rússa á Norðurslóðum að því er fram kemur á Barents Observer.
ESB er sundurleit hjörð þegar á reynir
Sjaldan hefur komið jafn skýrt fram og í Úkraínudeilunni hvað Evrópusambandið á erfitt með að tala einni röddu, þegar deilumál koma upp á alþjóða vettvangi. Nú er deilt um það innan ESB hversu langt eigi að ganga í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna Úkraínu. Þá kemur í ljós að hver einasta þjóð hugsar um eigin hagsmuni.
Kópavogur: Hótanir Pírata undir fölsku flaggi draga úr gegnsæi
Hér hefur verið bent á tvískinnunginn í málflutningi Birgittu Jónsdóttur, leiðtoga Pírata, þegar hún annars vegar heimtar að vita hver „lak“ í máli hælisleitanda enda hafi þar verið um óhæfuverk að ræða en telur hins vegar sjálfsagt að þegja um allt sem varðar heimildaöflun WikiLeaks sem sérhæfir sig í að leka rafrænum gögnum. Þessi sami tvískinnungur birtist í framgöngu Pírata í Kópavogi.