Hagsmunir hverra eiga að ráða?-Launþega hjá Icelandair eða launþeganna sem eiga Icelandair?
Hagsmunaátökin í íslenzku samfélagi eru komin í nýjan og áður óþekktan farveg. Þau snúast ekki lengur um átök á milli vinuveitenda og verkalýðsfélaga eins og ítrekaðar vinnudeilur einstakra starfshópa Icelandair sýna. Hverjir eru eigendur Icelandair? Það er að verulegu leyti lífeyrissjóðir. Hverjir eiga lífeyrissjóðina? Það eru sjóðfélagar sem eru félagsmenn í launþegafélögunum.