« 18. desember |
■ 19. desember 2014 |
» 20. desember |
Hneykslan og reiði vegna hakkara frá N-Kóreu gegn kvikmynd - ótti í Bandaríkjunum
Hneykslan og reiði setur svip sinn á umræður á Vesturlöndum um aðferðir harðstjórnarinnar í Norður-Kóeru og útsendara hennar í netheimum til að stöðva sýningar á gamanmynd frá Hollywood um samsæri til að myrða leiðtoga Norður-Kóreu.
Angela Merkel: Rússar verða að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði á blaðamannafundi í gær, fimmtudag, að Evrópusambandið mundi ekki draga úr refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi nema Pútín gæfi eftir með afgerandi hætti. Skilyrðið fyrir afnámi refsiaðgerða væri að Rússar virtu sjálfstæði og landamæri Úkraínu. Merkel talaði við Pútín í síma í fyrradag, miðvikudag.