« 27. febrúar |
■ 28. febrúar 2015 |
» 1. mars |
Breskur njósnaforingi segir fulla ástæðu fyrir Breta að snúast gegn ógn frá Rússum
Rússar skapa ógn fyrir Breta sem verða að gera ráðstafanir til að verja sjálfa sig og bandamenn sína segir Sir John Sawers, sem nýlega lauk fimm ára ferli sem forstjóri MI6, leyniþjónustu Breta sem stundar njósnir utan landamæra Bretlands. Sagði hann þetta í viðtali á BBC Radio 4 í Today-þættinum.
Úkraína: Náinn samstarfsmaður Yanukovych framdi sjálfsmorð
Náinn samstarfsmaður Victor Yanukovych, fyrrum forseta Úkraínu, Mykhailo Chechetov, fyrirfór sér í gærkvöldi, föstudagskvöld með því að stökkva út um glugga á 17. hæð í íbúðablokk, þar sem hann bjó í Kænugarði. Frá þessu segir Kyiv Post. Chechetov var í stofufangelsi og var með rafrænt ökklaba...